Allt í lagi, segjum sem dæmi að dóttir þín er undir 15/18 ára aldur, byrjar með stráki sem er í ruglinu, og þau vera tekin fyrir það, þá ert það þú sem ber ábyrgð fyrir þínu barni, svo viltu ekki hindra það fyrir henni þeim stóru mistökum sem þetta getur valdið? Og til að koma í veg fyrir eitthvað annað gerist t.d. geðsýki eftir barnæsku?
Svo eiga allir að læra af mistökum annarra ekki bara reyna upplifa það sjálfur.
Svo stendur það í lögum að maður sem er orðinn 18 ára er sjálfstæður, svo ef ég væri foreldri myndi ég taka alla ábyrgð barnsins míns þangað til það væri komið á 18 ára aldur með sjálfstæðar hugsarnir til að geta tekið ákvarðarnir sjálft.
Svo ég er bara ánægður með stjúpmóðir mína að ala hann svona upp, svo sé ég engan tilgang líka að eiga kærustu á svona ungum aldri,mér finnst það vera tímasóun og tilgangslaust því það eru mjög litlar líkur á því að það gangi upp hvort sem er, því annaðhvort er það ekki með nógu góðar sjálfstæðar hugsarnir eða þau alast upp frá hvort öðru.
Ég myndi treysta dóttur minni fyrir því að velja sér góðan kost sjálf. Ég myndi leifa barninu mínu að velja sjálft, einhverntíman þarf það að flytja út og ef krakkinn kann ekki að hugsa um sig eða gera sínar eigin ákvarðanir fyrir þann tíma þá er því ekki viðbjarga.
Það er greinilega ekki mikill tilgangur hjá þér ef þú hugsar að þú eigir hvort eð er eftir að hætta með henni. Ég hef verið í þó nokkrum samböndum og þau hafa endað mis vel, en ég sé ekki eftir neinu þeirra því ég hef núna upplifað margt sem á eftir að koma sér vel, ég veit betur hvað ég vil og hvað ekki og allt þetta á eftir að koma sér til góðs í framtíðinni.
Ég á sjálf stjúpmömmu sem er ströng á svona á fósturbróðir minn, hann virðist síður en svo hamingjusamur. Mitt álit er það að það eigi að gefa krökkum frelsi til að gera það sem aðrir jafnaldrar þeirra eru að gera, ef krakkinn minn myndi vilja deita þá að sjálfsögðu má hann það ef það gerir hann hamingjusaman, þetta er bara hluti af æskunni í dag og það er synd að þú sért að missa af þessu.
0
Og hvað svo þegar að krakkinn er allt í einu orðinn sjálfstæður og má gera það sem hann vill?
Fólk lærir af mistökum, það er auðvitað ábyrgð foreldrarna að pabba börnin sín fyrir alskyns ólifnaði, en jesús pétur, vil hún ekki bara loka hann inní skáp?
Ef að ég ætti dóttur, og ætlaði mér að verja hana fyrir öllum mínum mistökum myndi ég ekki gera annað á meðan, og dóttirin myndi aldrei læra það sem að foreldrar geta ekki kennt.
Hversu gömul sem manneskjan er, lærir hún af sínum eigin mistökum og það sem að maður lærir af því lærir maður ekki neinastaðar annarstaðar. Ekkert rosalega gaman kanksi, en það er bara þannig
0