Áður en ég byrja vil ég segja að ég veit vel að það eru margir sem líður miklu verr og hafa miklu verr en ég, og ég ber fulla virðingu fyrir þeim og er ekkert að sýnast betri eða verri.

Ég veit ekki hvort þetta sé algengt eða teljist sem sjúkdómur eða bara venjulegar hæðir og lægðir, en ég fæ oft slæm þunglyndisköst. Ég er mjög sjaldan í góðu skapi, ég segi aldrei neitt fyndið, ég á fáa vini og þeir einu sem ég hef eru að fjarlægjast mig og eru næstum hættir að tala við mig, ég er svo ljótur að engin stelpa hefur áhuga á mér og þær segja það alveg hreinskilnislega að ég sé of ljótur fyrir þær, “besta” vinkona mín þorir stundum ekki að vera of lengi nálægt mér því þá GÆTI fólk haldið að hún hefði einhvern minnsta áhuga á mér. Ég var oft barinn og allt í grunnskóla og einu sinni hótað nauðgun (ég er kk) en það varð ekkert úr henni. Stundum tekst mér að gleyma þessu og líður nokkurnvegin vel, en það eru fleir skiptin sem ég er bara einn inni í herbergi, með Korn eins hátt og Headfónarnir þola, og virði raknífinn vel fyrir mér. Ég hef samt ekki reynt að nota hann mikið því þegar ég geri það verður það almennilega gert.

Ég er eflaust bara aumingi og geri úlfala úr mýflugu, en ég hef engan að tala um þetta við. Þið þurfið ekkert að vera að svara þessu, ég skrifaði þetta aðalega til að geta skrifað það einhversstaðar.
“Hættu að horfa á fingurinn, horfðu þangað sem hann bendir”