Halló.
Ég ætla að væla geðveikt.
Ok, ég er með stelpu sem er yngri en ég (ég er ‘87 hún er ’92). Við náum óóógeðslega vel saman, við erum bara hreinlega awesome par þó ég segi sjálfur frá. EN. Hún á foreldra sem fíla ekki hvað ég sé gamall. Þau vilja ekki einusinni hitta mig. Og það er eiginlega stórt vandamál, þarsem hún er frekar náin foreldrum sínumm (aðallega mömmu sinni, og hún fyrirlítur mig bara fyrir að vera eldri en hún.)
Hún hefur verið að fela það fyrir foreldrum sínum að hún sé að hitta mig, því að þegar hún sagði þeim hvað ég væri gamall þá BÖNNUÐU þau henni að hitta mig. Þannig að við erum búin að vera að sneaka soldið með þetta.
Síðan áðan þá vorum við að rölta úti, og pabbi hennar kemur á bílnum sínum BRJÁLAÐUR og skipar henni inní bílinn og brunar með hana heim.
Ég virkilega elska þessa stelpu, og ég veit að hún elskar mig líka. Eruði með einhver ráð eða eitthvað í þá áttina? Ég gæti ekki ímyndað mér að missa hana útaf svona veseni. Henni finnst svo rosalega óþægilegt að vera að ljúga að foreldrum sínum, en vill halda áfram að hitta mig. Þetta er orðið verulegt vesen. Hún er farin að efast um sambandið : /
/væl off.