Jæja þá á kærastan afmæli eftir nokkra daga og þá byrjar vesenið með afmælisgjöf.
Ég er svona nokkurn veginn búinn að ákveða hvað ég ætla að gefa henni, en mér finnst vanta eitthvað með. Ég er mikið búinn að spurja hana hvað hún vilji en hún, eins og örugglega margar aðrar, vita ekki/geta ekki nefnt neitt.
Við vorum aðeins í bókabúð um daginn og hún sýndi mér nokkrar bækur sem hana langaði svo til að lesa, og svo aðeins seinna sagði sagði hún að ef ég væri í miklu veseni með að finna eitthvað af því hún vissi ekki um neitt, þá langaði hana að lesa þessar bækur.
- En mér finnst það bara ekkert persónulegt að gefa henni einhverja skáldsögu í afmælisgjöf, æ ég veit ekki..

En allavega það sem ég er kominn með, að þá ætla ætla ég að kaupa handa henni gjafakort í svona slökunar steinanudd, hún er mikið búin að tala um hvað henni langi í þannig svo ég ætla að gefa henni tíma í svoleiðis.

En svo veit ég ekkert hvað ég get haft meira.
Og nei, ég ætla ekki að kaupa hálsmen/eyrnalokka af því að hún á svo mikið af því svo það verður ekkert eins sérstakt að fá enn einn þannig hlut.

Ég var að spá að gera eitthvað flott kort í tölvunni sem segði að ég ætlaði að bjóða henni út að borða, svona eins og “heimagert gjafakort” en þá vantar mig einhvern svona “skotheldann” texta til að hafa, ekki bara eitthvað "Ég ætla að bjóða þér út að borða við tækifæri. (við semsagt getum ekki farið út að borða á afmælisdaginn sjálfan) - skilur einhver hvað ég er að fara með þessa hugmynd?

En mér finnst þetta alls ekki nóg, en ég veit ekkert hvað ég get haft meira (en eins og ég segi, helst ekki hálsmen/eyrnalokka) svo ég vil biðja um hugmyndir, og endilega líka ef eru uppástungur um betrumbætur á þessu sem ég er kominn með, endilega segið frá..

Takk fyrir :)