Ég er orðin ekkert smá þreytt á því að vera á lausu. Er búin að vera frekar lengi á lausu og einhvernveginn gengur ekkert að redda því :P Núna nýlega hefur það gerst að nánast allir vinir mínir eru komnir í góð sambönd, og þótt ég sé alveg ótrúlega ánægð með það verð ég á sama tíma svo afbrýðisöm :/ Af því mig langar líka í þetta!
Ég er líka búin að vera frekar einmana nýlega því ég flutti frá öllum vinum mínum og ekki bætir úr skák að vera á lausu innan um öll pörin … Þannig að ég er ennþá meira að velta mér uppúr þessu …
Svo er vandamálið að ég þekki strák sem mér líkar alveg mjög vel við, er búin að þekkja hann í svolítið langan tíma og er alltaf að kynnast honum betur og betur. Ég hef það mikið á tilfinningunni að honum líki vel við mig, hann er miklu meira með vinahópnum mínum þegar ég er líka heldur en án mín (þótt hann eigi alveg vini/kunningja þar líka). En málið er að hann er alveg rosalega lokaður og það gengur ekkert hjá mér að ná til hans … Núna býr hann á öðrum stað en ég og þá gengur náttúrulega ennþá verr …
Svo er ég að reyna að gleyma honum og kynnast nýju fólki, ég bara kemst ekki yfir þetta …
Allavega, ég er ekki að biðja um neina hjálp, veit nokkurveginn hvað fólk á eftir að segja. Bara smá útrás …