Sæl,

þannig er mál með vexti að ég er mjög hrifinn af stelpu sem gengur í sama skóla og ég. (MS) Við vorum saman fyrir ári síðan, hún dömpaði mér án útskýringa og fór til síns fyrrverandi sama kvöld. Núna undanfarið hef ég verið að spjalla mikið við hana og get ekki að því gert, ég er fallinn fyrir henni aftur.

Það væri frábært mál, ef hún sýndi einhvern áhuga á móti. Alltaf þegar ég reyni að ganga lengra en bara vinarlegt spjall þá hætta broskallarnir á msn, hún stirðnar upp og svörin verða þurr og stutt, eins og hún sé að reyna að segja “æji, farðu bara”.

Ég prófaði mjög lúmskt að bjóða henni í bíó fyrir stuttu, það sama gerðist. Hún afsakaði sig og varð þurr og köld. Svo er ég búinn að vera dálítið fífl og segja eftirfarandi: sæt/falleg/hot etc. af og til, reyna að láta vita að ég vilji vera meira en vinur þó ég þori ekki annað en að vera rosalega subtle, því ég er hræddur um að það eyði möguleikunum mínum alveg.

Ég er eiginlega að fiska eftir einhverjum ráðum um hvernig ég geti snúið mér í þessu, hvort hún hafi einhvern áhuga á mér ennþá/aftur og hvernig ég geti komist að því á non-disasterous hátt (ég hélt að þið stelpurnar lumuðum á einhverjum trickum kannski :)

Fyrirfram þakkir, Ævar.