Langaði að bæta hérna inn einum korki í sarpinn.. með von um einhver svör.

En það er nú bara einusinni þannig að núna um helgina á laugardagskvöldið eftir miðnætti þá var ég bara heima í rólegheitunum nema það að þá hringir síminn og það var ein góð vinkona mín og ég hef alveg verið nett hrifin af henni gegnum árin (hef þekkt hana í 5-6 ár)
En ég var samt alveg búin að sætta mig við að vera komin á friends zone-ið og var bara að pæla í öðrum stelpum og svoleiðis. En þá hringir semsagt þessi vinkona mín og biður mig afsökunar en hún sé búin að drekka svolítið en hún hafi verið að safna kjarki til þess að segja mér þetta, en hún sagði bara hreint út að hún væri ástfangin af mér og henni langaði svo að vera með mér og hún elskaði mig, sagðist vera búin að bæla þetta inní sér í langan tíma en hafi viljað segja mér þetta núna, ég nýtti auðvitað tækifærið og sagði að ég væri alveg sama sinnis um hana (sem er alveg satt) Svo sagði hún við tölum saman á morgun bara um þetta er með vinkonum mínum og við erum niður í bæ.
Ég auðvitað bara sæll og glaður sagði já við heyrumst á morgun.

Jæja daginn eftir (sunnudaginn) vaknaði ég og ég hugsaði “úff hvað ef hún var bara svona drukkin og meinti þetta ekkert”
En ákvað að athuga þetta og ég sendi henni sms og sagði bara hreint út “meintirðu þetta sem þú sagðir við mig í gærkvöldi þegar þú varst að drekka, ég er alveg sama sinnis um þig að öllu leiti og ég held ég elski þig”
Þetta var bara þegar ég vaknaði um morguninn, ég fékk ekkert svar frá henni allan daginn. En svo núna í kvöld kom hún á msn og sagði “já ég meinti nákvæmlega allt sem ég sagði, hef bara þurft að safna kjarki til þess núna í langan tíma af því við erum búin að þekkjast svo lengi”
Þannnig við staðfestum ást okkar á hvort öðru núna í kvöld og ætlum svo bara að heyrast á morgun.

Þetta er allt gott og blessað og ekkert athugavert við þetta. En þannig er mál með vexti að einn félagi minn er búin að vera að reyna við þessa stelpu í sennilega 5 ár og það hefur bara ekki verið að ganga en hann svona heldur samt áfram og gefst ekki upp svo auðveldlega, þessi stelpa hefur bara ekki áhuga á honum en þau eru alveg vinir líka og svoleiðis.

Ég er bara að spá, nú hefur þessi félagi minn enga hugmynd um að ég og þessi stelpa séum búin að játa ást okkar á hvort öðru.
Ég hef heyrt um það að maður deiti ekki fyrrverandi kærustur vina en þessi vinur minn hefur bara aldrei verið með þessari stelpu og hann er ekki að fatta að þegar maður er búin að ganga á eftir sömu stelpunni í 5 ár án árangurs þá er best að snúa sér annað.

Vildi bara fá álit ykkar á þessu, þetta er minn besti vinur samt og hann er svaka fínn náungi og ég veit alveg að hann mun ekki trompast þegar ég segi honum frá þessu og hann mun ekkert slíta sambandi við mig en hvað mynduð þið gera ef þið væruð þessi vinur minn. Búin að ganga á eftir sömu stelpunni í 5 ár án árangurs og svo kæmi besti vinur ykkar og myndi byrja með stelpunni. Sem þið hefðuð samt nota bene aldrei verið í sambandi með en væruð búnin að reyna við hana í 5 ár án árangurs og svo kæmi vinur ykkar og myndi byrja með henni þrátt fyrir að hafa ALDREI reynt við hana.
Cinemeccanica