þegar ég byrjaði í menntaskóla þá átti ég kæró, og vorum við búin að vera saman í svona 2 mánuði þegar ég byrjaði. ég missti meydóminn þegar við vorum búin að vera saman í 1 mánuð ca. og sé ég ekki eftir því, ég elskaði hann ekki þá og ég elska hann ekki núna en mér finnst þetta ekki hafa verið mistök.
svo liðu dagarnir og eftir ca. viku hitti ég gaur sem við skulum kalla Bjarna. ég opna fyrir hann hurðina og tala eitthvað pínu við hann. þá helgina addar hann mér á msn, og við tölum aðeins saman. svo verðum við bara rosa góðir vinir og sameinast vinahópar okkar.
þegar ég er búin að vera með kæró í 3 mánuði þá byrjar hrifning mín á honum að minnka, ég held að þetta sé bara fjarlægðinni að kenna (hann býr í 3 klukkutíma fjarlægð frá mér) en það heldur áfram að droppa þar til ég er bara ekkert hrifin af honum lengur, svo ég ákveð að dömpa honum. á meðan þetta er að gerast finn ég að ég er alltaf að verða hrifnari og hrifnari af Bjarna.
svo ákveð ég að ég ætli að hætta með kæró og eftir svona 20.000 tilraunir þá tekst mér það. þegar hér er komið að þá erum við Bjarni rosa heit. Svo kemur jólafríið og ég fer heim (er í heimavistarskóla) og við Bjarni ákveðum að hefja samband. Kem ég svo aftur í skólann og allt gengur vel, þangað til í ferðalagi sem við förum í með bekknum.
Þetta er 4 daga ferð og verður hann voða skrítinn alla ferðina, kallar mig lata hvað eftir annað og segir í tvígang að það sé leiðinlegt að vera með mér af því ég er svo löt. Á undan ferðinni hafði ég í byrjun ársins sagt að ég ætlaði í átak eftir jól og hann minnti mig linnulaust á það fyrir ferðina þar til ég talaði við hann um það, að hann léti mig líða eins og ég væri feit or sum. Allavega, svo verður hann eitthvað kaldur á 3ja degi og ég reyni að vera eins eðlileg og ég get en á endanum varð ég viss um að þetta væri mín sök og fer í nett þunglyndiskast (er alvöru þunglynd og var þetta mjög vægt kast).
Svo komum við aftur upp á vist og fer ég þá og tala við hann um hvað sé að og tölum við lengi saman og þá er það víst ýmislegt sem er að t.d. ég er alltaf svo löt nenni aldrei að gera neitt (er pínu löt en ekkert óeðlilega), hvernig ég haga mér við annað fólk(er víst svo tillitslaus, gekk í gegnum þvögu af fólki og tók ekki eftir að einhver var næstum búin að detta, eina dæmið sem hann gat nefnt) og það sem særði mig mest; það líkar svo fáum stelpum vel við mig og það líkar svo fáum við hann og hann vill ekki lækka þá tölu með því að vera með mér. Hann sagði mér einnig að í rútuferðinni til baka hefði hann ákveðið að hætta með mér, en að hann væri ekki viss lengur. Tek það fram að þetta sagði hann við mig á AFMÆLISDEGINUM MÍNUM!!!
Ég fer náttúrulega bara í kerfi og þar sem mér finnst það veikleika merki að gráta fyrir framan fólkið sem særði mig þá stend ég upp og spyr hann hvort þetta sé búið, hann svarar að hann viti það ekki. Ég hleyp inn í herbergi sem ég deili með vinkonu minni og græt og græt, finnst eins og ég geti ekki andað, hún kemur svo og ég segi henni frá öllu sem hann sagði. Hún segir að hann sé fkn fífl og að hann eigi mig ekki skilið, en ég er nú samt ekki alveg sammála og vil gjarnan vera ennþá með honum, finnst að þetta sé bara bumpa á vegi okkar, eitthvað til að komast yfir. Svo daginn eftir fer ég til hans og tala við hann og hann segjist ekki hafa meint neitt illt með þessu og að hann hafi bara verið pirraður og eitthvað, ég útskýri fyrir honum að ég muni fá þunglyndisköst og að þau geti vel verið sterkari og að ég þurfi einhvern sem styður mig í þessu. Hann segjist ætla að gera það. Ég fyrirgaf honum þetta. Síðan segi ég vinum mínum það og það verða allirí sjokki yfir þessu að ég hefði ekki átt að taka honum aftur og að hann sé fáviti og að hann muni særa mig aftur. Mér finnst það ekki… hann ætlar að taka sig á og mér finnst allir vera svo ósanngjarnir við hann
Hvað finnst ykkur?
Einnig hefur hann verið í 15+ samböndum og var það lengsta 3-4 mánuðir.. er það eitthvað sem ég ætti að hafa áhyggjur af?