Ég var bara að pæla,
hversu margir hér hafa orðnir hrifnir af einhverjum af sama kyni en eru samt ekki samkynhneigðir?
Ég var að tala við stelpu fyrir stuttu og hún er straight, talar bara um stráka og hefur alltaf verið bara með strákum en svo sagði hún mér að hún hafði verið hrifin af stelpu, en reyndi að afsaka sig með því að segja hversu strákalega hún var… og svoleiðis.
Hefur einhver annar lent í þessu, verið yfir sig hrifinn af einhverjum sem er af sama kyni, en er samt ekki samkynhneigður eða tvíkynhneigður?
Og svo var það annað,
einn gaur sagðist vera tvíkynhneigður, hann talaði oft um hvað þessi og þessi væru heitir, og slefaði uppí stráka og þannig, en sagðist ekki vilja ríða þeim.
Er það tvíkynhneigð?
Hvað er það eigilega kallað?
Ég meina samkynhneigð á að vera ef maður fílar einhvern af sama kyni á kynferðislegan hátt, en ég veit ekki - þetta er ruglingslegt.
Einnig er ein vinkona mín sem er á föstu með strák og er straight og allt það - en hún elskar að slefa uppí stelpur á djamminu.
Fílar þær samt ekkert á kynferðislegan hátt - finnst bara gaman að kyssa þær.
Allavega, bara svona pæling - og ég sá e-ð fólk væla um að fólk gerði sér ekki grein fyrir því að gay/bi fólk yrði ástfangið líka eða e-ð shit. :3
Y'know - ræðið.