Ef þú elskar einu sinni, elskaru alltaf.
Ef þú ert elskaður einu sinni, ertu elskaður alltaf
Ást deyr ekki…
Í samböndum eru rosalega mörg önnur hugtök heldur en bara ást.
Það er vinátta, traust, virðing, samheldni, ástríða, losti, hrifning og MARGT fleira.
Þú getur elskað manneskju þó svo að þú sért ekki lengur hrifinn af henni, þó svo að þú finnir ekki enn fyrir lostanum, ástríðunni og jafnvel traustinu…
Fólk í dag ofnotar svo rosalega orðið “ást”…eða nei, kannski misnotar orðið frekar.
Enginn getur verið í sambandi í 5 ár og sagst svo ekki elska manneskjuna lengur, annaðhvort elskaru hana eða ekki.
Ástin hverfur ekki, heldur eitthvað af því sem dró þig að þessari manneskju, eða það að þú fannst ekki samleið lengur.
Ef þú elskaðir hana einu sinni, þá geriru það alltaf - þér finnst það bara ekki eins sterkt því eitthvað breyttist eða þróaðist.
Svo aftur á móti með föður og móður ást.
Þau hugtök eru mun sterkari. Þar er talað um ást við fólkið sem ól þig, við fólkið sem bjó þig til.
Slík ást er allt öðruvísi.
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"
Heldur þú virkilega að hjón sem hafa kannski verið hamingjusamlega gift í 30 ár og verið (talið sig vera, skv. þinni kenningu) mjög ástfangin, og skilja svo, mögulega vegna þess að þeim finnst vanta ástina sem áður var í hjónabandið, hafi aldrei verið ástfangin?
Nú ert þú frekar “fyrirferðarmikil” hér á huga, ekki í slæmri merkingu, og ég veit að þú ert mjög hamingjusöm með þínum kærasta og yfir barninu sem er á leiðinni. Ætlar þú að segja mér að ef þið hættið saman eftir einhver ár (sem ég vona auðvitað að gerist ekki) vegna þess að ástin er dáin út, þá haldir þú því fram að þú hafir bara hreinlega ekkert verið ástfangin af honum, þetta hafi allt bara verið ímyndun og þráhyggja?
Mér finnst þetta rosalega skrítið.
0
Nei, ég mun aldrei segja að ástin hafi dáið því hún deyr ekki - eitthvað sem er hluti af sambandinu hefur þá dáið.
Hvort sem það er hrifning eða eitthvað annað - þá væri það eitthvað sem við værum þá ekki að leggja nógu mikla vinnu í, og ekki verið að sinna/rækta í eitthvað langan tíma.
Til að stytta þetta, ég myndi ekki segja að ég elskaði ekki manninn minn til 30 ára, þó við myndum skilja…
Að sjálfsögðu elskaru manninn ennþá, en eitthvað hefur það verið sem gleymdist að vinna að…
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"
0
Ég skil ekki hvernig þú færð af þér að alhæfa svona.
Ég trúi því að ást geti dáið þótt það komi ekkert annað fyrir, fólk vex frá hvort öðru og svoleiðis hlutir gerast bara, eða það er allavega mín trú, ég ætla ekki að tala fyrir hönd nokkurs annars hér samt.
0
þetta er ekki alhæfing heldur mín skilgreining.
En jafnvel þótt fólk vaxi frá hvort öðru, ýðir það að þú elskir það ekki lengur?
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"
0
Ég lít a.m.k. á þetta sem alhæfingu, allavega miðað við hvernig þú skrifaðir.
En til að svara spurningunni, það þarf ekkert að þýða það, en það getur alveg þýtt það, miðað við það sem ég held.
0