..óvissu. Ég hata að geta ekki vitað það fyrir víst að ég viti allt sem hann gerði á bakvið mig. Og það sem ég hata meira er það að það eru ansi litlar líkur á því að ég komist nokkurn tímann að því nema það sé tilviljun. En þær gerast sjaldan, kom einu sinni fyrir mig þegar ég var að kanna þetta í bak og fyrir, þá komst ég að hlutum af algerri tilviljun.
Eða, í rauninni veit ég allt (en ég veit í rauninni ekki að ég viti allt, held bara að ég viti allt), ég bara veit ekki hvort ég viti allt um allt. Hann sagði mér einu sinni eitt atvik sjálfur - en hann sagði mér ekki allt um það atvik.
Það þýðir ekki að spurja hann.. eða ég veit það ekki fyrir víst því hann sagði það svo oft áður að ég vissi allt, þegar ég einmitt vissi það ekki. Þó ég hætti með honum þá mun mér ennþá líða verr í þessari óvissu því ég prufaði að hætta með honum í einhverja mánuði. Ég vil vera með honum, við erum saman og það er ekki á leiðinni að fara að breytast á næstunni. En það er ekki pointið, pointið er það sem ég er að tala um. Því sem mér líður illa vegna.
Veit ekki hvort þetta er skiljanlegt, hvort þið fattið hvað ég er að meina. Er ekki að leitast eftir því að fá spurningar, gerði þráð hérna fyrir löngu um það sem skeði og fékk útrás útfrá því held ég. Er heldur ekki að leitast eftir svörum, bara smá.. útrás. Tala aldrei um þetta við neinn, allavega ekki svona. Vildi bara fá smá útrás.