Eftir mjög langt samband sem manni fannst aldrei neitt að á neinn hátt, kemst maður þá einhverntíman alveg yfir manneskjuna á endanum? Eða verður alltaf einhver sársauki eftir?
Þú veist að þegar það slitnar úr sambandi á einhvern hátt eru það einmitt góðu minningarnar sem verða sársaukafullar. Maður á einfaldlega bara að hætta hugsa um persónuna
Ef þú umgengst manneskjuna ennþá eftir sambandsslitin, þá gæti orðið erfiðara að komast yfir hana. Það var þannig hjá mér eitt sinn. En eins og einhver fyrir ofan sagði, þá lærirðu að líta aftur á samband ykkar með ánægju og hugsar um allar góðu minningarnar sem þið bjugguð til saman með tímanum. Það gætu liðið vikur, jafnvel mánuðir áður en þú kemst á það stig. Gangi þér vel:)
jáá.. eg var i sambandi í 1 og hálf ár ca, og við hættum saman í haust, þetta tók smá tíma en síðan bara sætti ég mig við það að við vorum hætt saman og var bara ánægð með allt sem við gerðum saman :)
myndi segja að þetta væri bara rosalega mismunandi hjá fólki ;) sumir komasts fljótt yfir svona, sumir taka lengri tíma.
bara ekki sökkva þér í þunglyndi, það er aldrei góð hugmynd
Held það sé bara mjög mismunandi, fer líka eftir hversu alvarlegt sambandið var, hve lengi, hver endaði það og svoleiðis. Ég t.d. var í 4 mánaða sambandi sem hann endaði fyrir e-ð hálfu ári (frekar brutaly og ég sá það ekki fyrir) og það hefur alveg enn smá áhrif á mig (samt voða væg áhrif ;P).
The meeting of two personalities is like the contact of two chemical substances: if there is any reaction, both are transformed.
Alltaf alltaf alltaf einhver sársauki sem situr eftir. Það verða ákveðin lög sem minna þig á hann, ákveðin orð, minningar og staðir. Og það svíður alltaf smá, en þér þykir samt vænt um þetta allt því á einhverjum tímapunkti varstu hamingjusöm í þeim aðstæðum….nema að þú fyrirlítir gaurinn heh..
Ég og mín fyrrverandi hættum saman eftir 1 og hálft ár ca. Og ég fór í hálfgert þunglyndi og byrjaði að spá í “efinu”… En síðan kynntist ég annarri stelpu sem er bara ein frábærasta manneksja sem ég hef kynnst og þá hætti ég að velta mér uppúr þessu “efi” og fór bara að lifa lífinu aftur :D
Hugi.is… ef þú ert ekki kaldhæðinn þá áttu ekki heima hér…
Foreldrar sem hafa mist börn sín ná oftast að finna hamingjuna aftur. Á meðan þú átt fólk í kringum þig sem styður þig og elskar þig, að þá kemstu yfir allt á endanum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..