Svona er nú málið :-/
ég kynntist strák í nóvember, hann var frændi vinkonu minnar og hún reddaði okkur á rúntinn með honum, þegar ég var farin heim hringir vinkona mín i mig og segir mér að hún hafi gefið honum númerið mitt.. þessi strákur var strákur sem ég og vinkona min kölluðum alltaf Gummi (hann heitir það samt ekki) heiti.., Mér fannst hann rosalega sætur og hann var bara svona draumur hjá mér alltaf… reyndar dálítið þekktur í bænum sem ég bý í fyrir að vera hóra:S en það er önnur saga:S og gömul.
Nokkrum dögum seinna kemur hann heim til mín og við förum í pottinn minn og þá gerist ýmislegt.. Næsta dag bíður hann mér svo að koma heim til sín að gista og ég gerði það væntanlega og þá nótt byrjuðum við saman.
Við vorum saman í um 2 vikur þegar ég var alltaf að heyra gamalt slúður um hann og sagði honum það og hann ákvað að setja okkur í pásu til að reyna að laga slúðrið:S Hann gaf mér nú það loforð að vera ekki með neinum öðrum stelpum á meðan og að við myndum byrja aftur saman.
Ég varð væntanlega ekki sátt og grét og þannig rugl:S og daginn eftir hitti ég hann aftur og þá ákvaðum við að byrja aftur saman en daginn eftir setti hann okkur aftur í pásu útaf hann ætlaði að þurka út allar stelpur og vera einn í smá tíma:-/, við hittumst alveg reglulega og vorum oft að kyssast og eitthvað þannig..
Svo fer ég að heyra að hann sé byrjaður með stelpu sem hann þekkir og ég verð væntanlega brjáluð! Ég tala við hann en hann segir að þau séu bara vinir og allt í góðu, þau voru samt alltaf saman og eitthvað og ég var hálf öfundsjúk nú:S En þessi stelpa var að fara að flytja aftur út heim til sín svo ég ákvað að bíða bara róleg.
Svo gerist það að hann kemur til mín eitt kvöldið og við sofum saman s.s. og eftir það varð ég ennþá hrifnari af honum :S og hann segir alltaf að ég fái hann aftur.. Vinkona mín sagði mér að bíða bara og þegar þessi gella færi þá myndi ég fá hann aftur:S báðir bestu vinir hans sögðu mér að bíða ekki eftir honum því hann væri ekki þess virði, en ég ákvað að treysta „Gumma“ eins og ég kýs að kalla hann og hlusta ekki á þá.
En núna í fyrradag hitti ég hann og spyr hann hvort ég fái hann aftur og svarið er já. Ég spyr „hvenær“?
en hann er hálf tregur við að svara:S og svarar bara einhverju asnalegur!, ég verð sár við hann og hann fer bara án þess að kveðja mig útaf msn :S og ég sendi honum sms og segi að ég sé ekki sátt og vilji hann aftur og eitthvað rugl bara:S þegar ég vakna um morguninn signa ég mig inná msn og fer að tala við hann.. Þá kemur í ljós að hann vill mig aftur, en hann getur það ekki útaf hinni stelpuni:S og hún er s.s. farin aftur út heim til sín og þessi gella býr í annari heimsálfu :S
Ég gjörsamlega brjálast hérna heima hjá mér og heimta að fá að hitta hann um kvöldið og hann samþykkir það..
Við spjölluðum saman og þegar hann segir mér að hann sé með henni bara útaf hún vill ekki að hann sé með öðrum stelpum meðan hún er úti og hann er að fara s.s. út til landsins hennar eftir ár eða meira:S og hann ætlar bara að vera með henni á meðan. Ef ég þekki hann samt rétt.. þá á hann ekki eftir að endast:S hann segir að hann ætli út til hennar í vor, hún að koma í sumar og hann fara út um haustið og sovna:S
Ég er væntanlega ekki sátt og finnst ég ekki eiga þetta skilið..
Báðir bestu vinir hans skilja ekkert í honum:S og í þokkabót var hann að biðja mig að vera að ríða sér samt áfram:S. Hann er s.s. eiginlega búinn að halda frammhjá gelluni þarna úti með því að koma til mín og vera að káfa á mér og eitthvað og ég vissi ekki neitt að hann væri byrjaður með henni :-/
Mér finnst þetta bara svo ósangjart!
Hvað finnst ykkur um þennan gaur?
Finnst ykkur ekki heimskulegt að byrja með stelpu sem hann getur varla hitt oft? :S
Plís engin skítakomment á mig:S hef aldrei skrifað hérna áður :)
Bætt við 24. desember 2008 - 21:23
Afsakði að þetta kom allt í einni bunu:S