Þetta er allt saman bara kallað dating af könunum.
Þetta íslenska hugtak um að vera ‘saman’ og allar skuldbindingarnar sem fylgja með því því eru bara svo ógeðslega fastar og rótgrónar, sem er hálf kjánalegt því allskonar fólk á allskonar aldri á til með að ‘byrja saman’ án þess að hafa einhverja hugmynd um hvað það er að gera (ie, þekkir hvort annað ekki rass, hittist fyrir viku, eru bæði 12 ára) og þrátt fyrir það eru þessi ‘sambönd’ vegin alveg jafn þungt í almennu auga og fólk sem er búið að vera saman í marga mánuði eða ár.
Íslensk ungmenni virðast ekki hafa betra orð fyrir eitthvað rómantískt samneyti sem er ekki að vera ‘saman’ og því er sögnin ‘að dúlla’ sér notuð yfir allan fjandann.