Vinkona mín misskildi mig þegar við vorum síðast úti að skemmta okkur. Við hittum tvo vini kærasta hennar í bænum og þeir koma með okkur á skemmtistað. Hún spyr mig hvernig mér líst á annan þeirra og ég segi að hann sé fínn. En ég sagði EKKI að ég væri hrifin!!! Hún lætur hann fá SÍMANÚMERIÐ MITT án þess að spyrja mig um leyfi…hún er vön að ýkja þegar hún talar og Guð má vita hvað hún gæti hafa sagt við hann!!!!!
Hann hringir á meðan ég er í vinnunni (og sem betur fer er ég ekki í Rvík heldur er ég í skóla á Akureyri)!!!!!!!!!!
Ég segi halló
hann segir halló
ég spyr hver er þetta
hann segir nafnið sitt, sem byrjar á T
ég misheyri eitthvað og kannast ekkert við hann en rifja svo upp hver þetta gæti verið OHHHH ég verð brjáluð innst inni!!!!
Hann spyr hvenær ég komi aftur til Rvíkur og ég veit að hann finnur á sér að ég er áhugalaus. Ég segi að það sé MJÖG MJÖG langt þangað til (sem er eintóm lygi til að fá frið)
Eftir þetta hefur hann ekki hringt og ekki hún heldur og ég ætla ekki að láta hana vita hvenær ég kem næst…ég er t.d. í Rvík núna hehe, en það sem ég þoli ekki er það að einhver reynir að velja fyrir mann og ef það tekst þá getur sá aðili át heiðurinn að maður hafi kynnst honum…ég vil sjálf eiga þann heiður að kynnast góðum gæja by myself-without any help. Þetta er bara mín skoðun og ég veit að við öll hér á huga.is höfum ólíkar skoðanir. Sumir vilja kannski láta velja fyrir sig og ég geri ekki lítið úr því…þetta er bara mín skoðun. PLEASE ekki missklija mig fyrir það :)