Ein spurning fyrir ykkur kæru hugarar. Haldið þið í alvöru að gagnkynhneigð stelpa og gagnkynhneigður strákur geti verið vinir án þess að nokkur kynferðisleg spenna eða löngun sé til staðar hjá öðrum hvorum aðilanum? Þá er ég að tala um MJÖG nána vináttu, vináttu eins og stelpur eiga við stelpur og strákar eiga við stráka. Þar sem talað er í símann oft á dag, þú segir hinum aðilanum frá öllum þínum hugsunum og þið ..já bara basically vitið allt um hvort annað.
Mér finnst fólk skiptast soldið skiptast í tvo hópa með skoðun sína á þessu. Margir stelpur segja kanski að þeim finnist miklu auðveldara að vingast við stráka vegna þess að þær séu ekki alltaf að baktala mann og séu með minna drama og strákar segja að þeim finnist auðveldara að vingast við stelpur En það er samt ekki spurningin mín. Ég er ekki að pæla í hvort það sé auðveldara hvort kynið sé auðveldara að vingast við heldur hvort það sé möguleiki að tveir einstaklingar að sama kyni séu nánir vinir án þess að annar aðilinn laðist að hinum eða báðir aðilarnir laðist að hvort öðrum.
Endilega komið með skoðun ykkar.