þannig er mál með vexti (og ég vona að ég geti fengið svör í gáfulegri kantinum) að sú umræða er búin að vera í loftinu í nokkurn tíma hvar ég og kærastan eigum að vera frá ca 23 des til 2 jan, þetta eru staðreyndirnar:

Hún ætlar að vera heima hjá fjölskyldunni sinni 23,24 og 25 sem er mjög skiljanlegt.
Mér býðst að vera heima hjá henni yfir þessa daga.
Mér finnst skipta máli hvar ég er yfir þessa daga.
Hún vill hafa mig hjá sér yfir þessa daga.
Fjölskyldan mín vill hafa mig hjá sér yfir þessa daga.
Þetta yrðu líklegast síðustu jólin heima hjá foreldrum mínum.
Ég var að vinna um síðustu jól og eyddi öllum tímanum einn og yfirgefinn úti á landi.
Mig langar að eyða góðum tíma með fjölskyldunni minni, en á sama tíma væri ég til í að kynnast fjölskyldunni hennar betur.
Næstu jól verðum við hér fyrir austan alveg bókað.


og ég sit eftir og hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera, smá ráðleggingar væru góða
stjórnandi frá fornöld kubbur#2950