Það er þessi strákur, sem ég hef eiginlega alltaf verið hrifin af. Ég bý á frekar litlum stað, svo það er voðalega auðvelt að vera svoleiðis hér. Kannist ekki við að hafa verið hrifin af einhverjum, og einhvernveginn bara alltaf munað eftir því? Og þá bara þarf .. rooosalega lítið til að kveikja á þessum litla neista aftur.
Með þessum strák fékk ég allra fyrsta kossinn. Þetta var fyrsti strákurinn sem ég var virkilega hrifin af.
En já ..
Einhverntíman, í byrjun 2007 byrjuðum ég, og þessi strákur semsagt saman. Allt í góðu með það, vorum rosa skotin og rosa feimin. Byrjaði vel .. en síðan fór hann, ég veit ekki – að fá leið á mér? Eða varð bara minna hrifinn, hann allavega fór að hætta að hitta mig. Það liðu stundum vikur á milli, sem er alveg ótrúlegt – þar sem við búum í frekar litlu bæjarfélagi! Allavega .. þá var þetta samband í fimm mánuði alveg, og ég þorði aldrei að skamma hann fyrir að nenna aldrei að vera með mér – mér leið svo illa yfir því, fannst ég vera leiðinleg, ljót og ég veit ekki hvað. En ég var bara svo .. blinduð af hrifningu að ég beið, og beið, og beið eftir því að þetta myndi bara skána. Sem gerðist aldrei .. og þegar liðu einu sinni tvær vikur á milli þess að við hefðum hitt á hvort annað, þá kom hann og sagði mér upp.
Ég grét, og grét í marga daga. Mér leið svo illa! En þetta var kanski fyrir því besta, þar sem ég var að fara út sem skiptinemi til Mexíkó mánuði eftir, svo ég .. að lokum sætti mig svo sem við þetta. Var samt alltaf frekar hrifin af honum, eins aumingjalega og það hljómar þá vonaði ég bara alltaf eftir því að hann myndi hafa samband við mig aftur og ég veit ekki hvað.
Svo þegar ég fór til Mexíkó, og svona .. Þá talaði besta vinkona mín við mig og þá var hún og þessi strákur sem sagt byrjuð að dúlla sér. Hún var samt, greyið – með þvílíkt samviskubit og leið svo illa yfir að gera mér þetta. En ég sagði henni bara að þetta hefði varla verið samband, og jú .. mér þætti þetta skrítið – en ég myndi alveg sætta mig við þetta einhvern daginn. Svo ég gaf þeim bara .. blessun mína.
En þetta var víst alltaf eitthvað leyndó, og eitthvað svo spennandi og ég veit ekki hvað og hvað. Byrjuðu aldrei saman, í desember var þetta víst alveg búið hjá þeim .. En ég auðvitað fékk allt skúppið, og bara .. Þau voru að gera, og hann var að segja hluti við hana sem hann hefði aaaaldrei .. ALDREI gert, eða sagt við mig.
Allt í læ með það .. Svo núna í Ágúst kem ég heim. Og um leið og ég sá hann varð ég straaax aftur eiginlega hrifin af honu, og þá var þetta allt semsagt búið hjá vinkonu minni og honum. Eins kjánalegt og asnalegt það er. En ég vildi ekki gera sjálfri mér þetta aftur, svo já .. Reyndi aldrei á það, enda alveg viss um að hann hefði engann áhuga á mér.
Þangað til á einhverri busun .. þá förum við heim saman (fjúddfjúú.. ). Og viti menn, við byrjuðum saman aftur. Og þetta gekk allt saman rosalega vel .. En samt einhvernveginn, þegar við hittumst þrjú þá var bara einsog ég væri ekki á staðnum. En hann fullvissaði mig alltaf að það væri ekki neitt .. og blablabla.
Svo einhverntíman var þetta byrjað að angra mig svo mikið, að ég sagði honum að við yrðum að taka pásu. Sem við gerðum .. en hún entist samt ekkert voðalega lengi. Vorum komin í „óskilgreint“ samband stuttu seinna … Útaf því appearantly, þá var ég bara það eina sem skipti máli. Sem mér fannst .. ótrúlega sætt þá og gleypti bara við þessu einsog ekkert væri.
Og þetta er búið að vera svolítið svona síðan ..
Þangað til að .. alltíeinu byrjaði hann bara ekki að nenna að hitta, eða tala við mig aftur. Og við erum að tala um það að ég lennti í því að keyra a hús, og hann ekki einu sinni tók tímann til að tékka hvort það væri í góðu lagi með mig. Og, þar sem ég var auðvitað búin að lofa sjálfri mér að ég myndi ekki leyfa þessu að gerast aftur – þá talaði ég við drenginn. Og sagði honum bara .. og hann botnaði ekkert í því afhverju ég var reið. Þannig það samtal bara … endaði.
Og næstu daga í skólanum .. lét hann bara einsog hann myndi ekki sjá mig.
Þangað til ég sagði honum að við þyrftum að ræææða málin.
Sem við síðan gerðum í kvöld. Og já .. Það var alveg að ganga geðveikt vel fyrst. Var eiginlega búin að fyrirgefa honum þetta…
Þangað til þetta með vinkonu mína opnaðist. Ég sagði við hann semsagt að ég væri hrædd að ef hún yrði einhverntíman á lausu, þá myndi hann bara falla fyrir henni all over again. Og hann neitaði því aldrei ..
Bara, sagði mér það að það hefði verið svo rosalega flattering þegar hún hefði verið hrifin af honum. Það var semsagt bara ekkert flattering þegar ég var hrifin af honum ..
Og þá byrjuðum við að tala um þetta .. Ogogog ..
Tja það endaði allavega á „Ég er hrifinn af þér .. Og ég vil vera með þér núna! .. en ég sko var miklu hrifnari af henni, en ég er af þér núna!“
Og ég bara .. missti andlitið. Hennti honum út .. Og þá sagði hana „here we go again“ sem mér bara .. finnst alger óvirðing eitthvað ..
Og .. og .. ég er búin að sitja .. og grenja .. og vera sár síðan. Núna er ég bara búin að draga allt saman í efa! ALLT .. mér finnst bara einsog ég hafi verið það sem hann sætti sig við, þar sem hann gat ekki fengið það sem hann vildi. Og ég er svoooo sár .. svooo rosalega sár… Mér finnst ég svo ljót, og leiðinleg, og asnaleg að ég veit ekki hvert ég á að snúa mér. Ég held .. að mér hafi sjaldan liðið jafn illa.
Og það versta er .. að mig langar til að hann hringji og byðjist afsökunar. Mig langar svo að hann eltist við mig .. Og ég veit að hann mun ekki gera það, og ég veit að ég verð sár þegar ég átta mig á því að hann muni ekki gera það.
Þetta bara ómar .. og ómar .. og ómar … aftur í hausnum á mér.
Hef örugglega bara gott á því að vita þetta .. En er ekki eitthvað hægt að gera til að komast yfir svona?
Svo er ég alltaf að hugsa að ég sé að gera úlfalda úr mýflugu ..
Ég bara veeeit ekkert hvernig ég á að snúa mér. Mér líður svo illa ..
Ai, no mames!