já, það er hægt.
Ég og mín fyrrverandi erum td. ágætis vinir í dag. En trúðu mér, það tók mig laaaangan tíma að komast yfir hana og verða sáttur með að vera bara vinir. Og á tímabili var ég alveg viss um að ég mundi aldrei náð að vera bara vinur hennar aftur, en það tókst eftir mikla vinnu.
Svo ef þú og kærastinn/kærastan hafa verið að hætta saman núna nýlega, þá mæli ég með því að þú lokir á öll samskipti við hann/hana í bili. Segðu að þú þurfir mikinn tíma til þess að komast yfir hann/hana og að hann/hún eigi að virða það.
Svo ef þú vilt vera vinur hans/hennar aftur, þá endilega segðu manneskjunni það og að þú munir tala við hann/hana að fyrra bragði þegar þú ert tilbúin/n í vináttu.
Gangi þér vel!