Ég fékk bréf í pósti þar sem ég var beðinn um að senda það nafnlaust inn. Endilega svarið eins og þið getið
Ég set þetta nafnlaust af því að ég vil ekki að ákveðnir aðilar hér á Huga viti að ég skrifaði þetta..
Þetta mun örugglega verða langt, en málið er að ég þarf nauðsynlega á hjálp að halda. Ég væri svo glaður ef einhver gæti gefið mér einhver ráð, þótt ekki væri nema við hluta af textanum.
En málið er að ég hætti í sambandi fyrir tveimur árum, eða réttara sagt hætti fyrrverandi með mér. Þetta var fyrsta ástin hjá okkur báðum og ég var mjög lengi að komast yfir hana. Ég hef heyrt að það sé alltaf extra erfitt að komast yfir fyrstu ástina, en mér finnst eitt og hálft ár samt of mikið. Eitt og hálft ár af gullárum lífsins sem ég gat ekki notið almennilega.
Það er svo góð tilfinning að vera kominn fyrir manneskju. En þá taka oft við tilfinningar til annarar manneskju. Og í mínu tilfelli lentu þær tilfinningar hjá stelpu sem ég þekki bara ekki neitt, hafði séð hana í skólanum, reddaði mér msninu hennar og við töluðum smá en það var ekkert persónuleg samtöl neitt. Og núna er enginn möguleiki að tala við hana í persónu þar sem ég er kominn í framhaldsskóla og hún einu ári yngri, í 10. bekk.
En málið er að ég hef aldrei almennilega talað við hana í raunveruleikanum, svo hún þekkir mig bara af msn. Og þess vegna vil ég ekki fara eitthvað að spjalla alveg geðveikt mikið við hana, sérstaklega ekki á persónulegu nótunum, af því að þá gæti hún haldið að ég sé bara einhver loner/stalker og hún mundi bara blocka mig. Svo ég tala svona kurteisislega við hana svona einu sinni í mánuði, ég einfaldlega “þori” ekki oftar, af því að einmitt við þekkjumst bara á msn, og það þrengir heldur betur það sem hægt er að tala um.
En það er mjög þægilegt að tala við þessa manneskju á msn. Og oft þegar ég sé hana inná þá langar mig svoo að tala við hana svona svipað og ég talaði við mína fyrrverandi á msn (það er að segja áður en við byrjuðum saman heldur vorum bara hrifin) en ég náttúrulega set mig í hennar spor og skil að þetta gæti verið mjög krípí fyrir hana að gaur sem hún þekkir ekki neitt vilji mikið spjalla við hana og skil það vel.
Æjji skilur þetta einhver heh, mér finnst þetta svo mikil klessa hjá mér, en ég er mjög desperate svo það verður að hafa það.
Ég hef einnig uppfyllst af nýjum tilfinningum undanfarið. Það fellst í því hvað mig langar mikið að hafa stelpu í mínu lífi sem ég get hitt, við spjallað þægilega og svona, og geta bara kúrt með henni, rennt fingrunum í gegnum hár hennar og haldið í hendina á henni. Ég stóð mig meira að segja einu sinni að verki þegar ég var að reyna að sofna að hendin á mér leitaði til hliðar eins og ég væri að fara að strjúka stelpu um kinnina sem lægi hjá mér, og tilfinningin var vægast sagt óbærileg.
En málið er samt að þrátt fyrir þessar lýsingar mínar, þá er ég mjög hræddur við samband. Ég persónulega held að ég kunni ekki að vera í sambandi. Ég hef mjög lítið sjálfstraust svo mér fyndist ég svo kjánalegur td á almannafæri með kærustuna, og vissi ekkert hvar/hvenær ég ætti að snerta hana/taka utan um hana og svona. Einnig bara ef við værum ein, ég kann þetta ekkert. Fyrsta sambandið var eiginlega ekki samband af því að ég tók ekki skrefið fram á við úr dúlli í samband, og ég persónulega held að það hafi verð það sem skemmdi það.
En málið er líka með þessa stelpu sem ég lýsti hér að ofan að hún hefur aldrei verið í sambandi, ég las í bulletin á myspace að hún hefði ekki kysst strák einu sinni, svo ég held að hún sé mjög lost í þessu og skilji ekki hverju ég er að ýja að þegar ég tala við hana á msn. Hún hefur ekki reynsluna í þessu og kannski já, skilur þetta ekki, sem gerir þetta ennþá erfiðara fyrir mig. Eiginlega meira en ennþá erfiðara, nánast ómögulegt í þessari aðstöðu sem ég er í. – En ég vil bara svo mikið kynnast henni, frábært ef ég gæti td bara orðið góður vinur hennar, en þetta er svo erfið staða
Ég satt að segja veit ekki alveg af hverju ég er að skrifa þetta, þótt ég hafi ætlað mér að gera það lengi. En ég væri svo ótrúlega þakklátur ef einhver nennti að lesa þetta og gefa mér smá ráð um eitthvað af þessu, mér líður frekar illa útaf þessu öllu þótt það sé kannski lítið til þess að líða illa útaf, ef einhver skilur.
Ég vona allavega að einhver getur skilið þennan texta hjá mér þótt hann sé kannski ekki sá besti, en mér finnst mjög gott að fá útrás með því að skrifa, og ennþá betra ef ég gæti fengið ráð við mínum vandamálum í leiðinni :)