17 ára strákur er í menntaskóla, hann er með bílpróf (eða allavega aldur til þess), góðar líkur eru á því að hann drekki og stundi menntaskólaböll, jafnvel sé að stelast niðrí bæ um helgar…
…13 ára stelpa (og jafnvel 12 ennþá ef hún er fædd seint á árinu… 12!) er ófermd. Sama hversu líkamlega þroskuð hún kann að vera, þá eru flestar af vinkonum hennar hvorki komnar með brjóst né byrjaðar á túr. Hún er nýfarin í unglingadeild.
Ég er mjög opin fyrir aldursmuni, en þegar við erum að tala um stelpu sem er að skríða á kynþroskaaldurinn og strák sem er að nálgast sjálfræði… þá verða aðstæðurnar að vera mjög einstakar til að mér finnist það ekki rangt og perralegt.
Almennt finnst mér aldursreglan (x/2+7) sem minnst var á að ofan vera góður leiðarvísir á unglingsaldri, þó það megi alveg beygja hana svolítið.
Síðan þegar báðir aðilar eru komnir yfir 18 þá finnst mér það ekki skipa neinu. 20 ára má alveg vera með 40 ára og það truflar mig ekki.
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'