Svo eru ekkert allir búnir til fyrir samband.
Ég er ekki viss um að ég vilji samband, þó ég fái alltaf af og til mínar efasemdir.
Ég hef hinsvegar mínar þarfir ;), maður vill fá snertingu, kossa og kúr, maður vill finna væntumþykjuna og maður vill knúsa einhvern sem manni þykir vænt um.
Eru svona asnalegar innbyggðar þarfir sem maður getur víst ekki losað sig við :).
En SAMT, þó ég vilji alla þessa hluti. Þá myndi þurfa rosalega mikið til svo ég færi í samband. Myndi frekar vilja eiga ‘góðan vin’ eða eitthvað, þó það geti orðið rosalega flókið og erfitt núna.
Ég hef verið í sambandi, ég hef orðið ástfanginn og ég hef farið í ástarsorg. Auk þess er dáldið síðan ég missti alla trú á ást sem endist að eilífu. Svo ég er ekki viss um að ég gæti gert sjálfri mér að fara í samband.
Reyndar… stundum, þá sætti ég mig alveg við þetta, finnst ég vera tilbúin til að ‘fall in love’ aftur, en ég enga trú á því að það endist. Stundum hugsa ég bara, ok, ástin getur verið yndisleg, kannski er alveg þess virði að eiga hana í smá tíma þó maður lendi svo í helvíti eftir á.
Svo.. kannski eru svipaðar hugsanir í gangi hjá honum :).
Ég meina, ég er alveg hrifin, en ég sveiflast svakalega á milli hvort ég vilji fá eitthvað útúr því, hvort ég vilji samband, skuldbindingu eða eitthvað. Getur verið erfitt að ákveða sig :P.