Hæhæ!
Nú á ég í vanda að stríða.
Það er þannig að ég átti kærasta fyrir um 2 árum, vorum saman í svona 10 mánuði og þetta var frekar mikið samband, ef þið skilijið. Svo flutti ég út og hann vildi halda áfram að vera saman en ég ekki, vildi ekkert long distance dæmi, enda var ég búin að fá frekar mikið nóg af honum og fannst bara fínt að enda þetta svona.
Þannig að við hættum saman en vorum samt ennþá vinir, og eftir að ég kom heim þá töluðum við mjöög mikið saman og höngum nú alveg reglulega frekar mikið saman. Ég hef samt alveg 0 áhuga á honum, finnst fínt að vera vinir samt.

Svo var ég að komast að því að hann væri ennþá alveg sjúklega hrifinn af mér og vildi byrja með mér aftur, og svo fór ég aðeins að fylgjast með og tók eftir því sjálf.
Ég sagði honum að ekkert væri að fara að gerast milli okkar, og hann tók því alveg.

Jæja, svo var ég að tala við vin minn og hann sagði mér að hinn fyrrverandi væri ennþá mjöög vongóður og ennþá þvílíkt að spá í mér.

Góða spurningin: Hvað á ég að gera? Á ég að tala við hann og segja honum að hætta þessu, á ég að hætta að umgangast hann eða hvað??….


hjálp?