Þetta er eitthvað lag sem ég samdi fyrir mörgum árum síðan og má m.a finna á rokk.is undir nafninu Cellar Door.
Ástin bankar ekki upp á.
Hvert sem þú leitar,
hvert sem þú ferð.
Þá ber leit þín engan árangur.
Því ástin bankar ekki upp á,
hvar sem er né hvenær sem er.
Óvænt er hún , veistu ekki það,
að hún kemur þegar þú átt ei á henni von.
Óvæntur sælustraumur,
sem um þig allan fer.
Ástin sem við leitum af ,
sem við viljum , ei við næstu dyr.
Við höldum áfram, gefumst ekki upp,
þrátt fyrir mótbyr.
Tökum skrefinu lengra í átt að því,
sem við höfum óskað okkur öll.
Kærleikur sem býr í brjósti oss,
við viljum bara hafa einhvern við hlið.
Tvær sálir sem mætast á fornri slóð,
á krossgötum lífsins , augun mætast.
Í augnsteinum speglast brosið,
þú hefur fundið sanna ást.
Ástin sem við leitum af ,
sem við viljum , ei við næstu dyr.
Við höldum áfram, gefumst ekki upp,
þrátt fyrir mótbyr.
Ástin sem við eigum nú, þvílíkt kraftaverk, hjá oss,
Ástin sem við eigum nú, bankaði loksins upp á.
höf: binni84