Ég myndi segja að kyssa einhvern annan en þann sem maður er með í sambandi, sé framhjáhald. En það fer samt allt eftir hvernig koss.
Svo lengi sem að það er ekki koss á munninn eða franskur, þá ætti það að vera í lagi mín vegna.
“ en þetta var bara mömmukoss ! ” er ekki afsökun fyrir mér, því þegar ég allavega kyssi mömmu mína þá þíðir það eitthvað.
En það er einn frasi sem ég get ekki verið sammála 100% þó að í mörgum tilfellum er það rétt!
“það sem þú myndir ekki gera fyrir framan kærastan þinn en myndir gera án hans er framhjáhald” (get ekki orðað þetta betur í augnablikinu, haha)
Þó að JÚ með kossa að gera er það rétt! að mínu mati.
En til dæmis ég myndi ekki fara með kærastanum mínum og hitta til dæmis “jón” afþví að kærastinn minn þolir hann ekki, og “jón” þolir ekki kærastann minn, það myndi bara búa til major rifrildi þeirra á milli. en ég færi samt ekki á bakvið kærastann með að hitta hann.
Ég myndi til dæmis EKKI fara að dansa við aðra gaura ef ég færi með kærastanum mínum á ballið, og hann sæti bara við borð og leiddist. (nema ef hann væri sjálfur í fullu fjöri við einhverja aðra)
En ef ég færi á ballið án kærastans myndi ég eflaust dansa við einhverja stráka. Og stelpur líka alveg en ég tók stráka samt sem dæmi.
Ég myndi samt sem áður ALDREI leyna kærastanum mínum hvað ég væri að gera. Og ég myndi líka virða það sem hann segir ef honum mislíkar eitthvað svo lengi sem ég fengi það sama til baka.
En ég held eg sé að snúa eitthvað út úr, því eg man ekki alveg afhverju ég for að skrifa þetta xD haha