Ég á við það vandamál að stríða að ég er mjög félagsfælinn. Mig svona vantar eiginlega ráð hvernig ég á að losa mig við þetta. Ég er hrifinn af stelpu sem ég tala við á MSN en ég fæ svo lítið af svörum til baka, s.s. það er í raun alltaf ég sem er að reyna að tala og hún að svara, það er oft erfitt að picka upp spurningar frá henni. Þá er félagsfælnin mjög mikill óvinur því þetta skapar gífurlegan fiðring í maganum mínum og fer að þora ekki að segja neitt oft á tíðum eða veit ekkert hvað ég á að segja.
Svo líka, þá á ég MJÖG erfitt með að kynnast nýju fólki, ég fer í nýjan skóla eða e-ð og festi mig oft alls engan vegin í sessi og kynnist voða lítið af fólki. Hafið þið e-r ráð fyrir mig hvernig best er að kynnast fólki og þannig?? Þessi félagsfælni hefur varað alla tíð en það eru ekki nema 2 ár síðan ég fór að gera e-ð af viti í því og ég hef því aldrei verið við kvenmann kenndur og ekki einu sinni nálægt því! Hef ekki einu sinni kysst stelpu og er ansi nálægt því að hafa ekki einu sinni knúsað. Þá aðallega vegna þess hve erfitt ég á með að kynnast fólki og taka skrefin sjálfur, það er nottla erfitt ástand að gera ekkert í þessari fælni fyrr en á 15 ára aldri.
Ég á auðvelt með að fá svona örlítið skot í stelpur en á erfitt með að vera actually hrifinn. Hef átt erfitt með að gleypa þessa óframfærni í mér síðustu mánuði og hef oftar en ekki liðið mjög illa yfir því þar sem síðustu mánuði hefur mig langað alveg rosalega til að prufa að eiga einhverja kærustu, þar sem ég veit að það er alveg yndislegt að elska einhvern sem elskar mann til baka :Þ
Please, ekki vera með skítköst :)