sæl, ég kem ekki oft hingað á huga en ég vona að það sé eitthvað gagn í ykkur :)
ég er semsagt búinn að vera með stelpu í rúmlega 1 ár núna og mér hefur aldrei liðið betur. þetta er fyrsta alvarlega sambandið sem ég hef verið í.. við erum búin að vera óslítanleg síðan við byrjuðum saman.
það sem er að hrjá mig er að ég er svo hræddur um að missa hana, ég er fullur af óöryggi sem ég sýni reyndar aldrei en það er að drepa mig.
ég ofvernda hana líka og ég áttaði mig ekki einu sinni á því fyrr en hún sagði mér það… en ég get samt ekki hætt því.
ég veit líka að ég er ótrúlega eigingjarn á hana. góður stráka vinur hennar sem hún umgengst stundum hefur kysst hana og ‘'deitað’' eitthvað smá og þegar ég sé hann þá langar mig bara til að nefbrjóta hann og skilja hann eftir í götunni. bara fyrir það að hafa kysst hana á tímabili þegar ég þekkti hana ekki einu sinni
ég auðvitað leyni þessu öllu og held þessum tilfinngum fyrir mig en þetta er ekki eðlilegt!
þetta er engin sjálfselska eða eitthvað slíkt, ef ég spyr sjálfan mig í fúlustu alvöru hvort ég myndi deyja fyrir hana þá er svarið já.
ég sé varla að það sé til líf án hennar.
ég held að sálfræðingur sé málið :(
æ ég veit ekki