Mér fynnst hugi.is svo góður staður að maður getur opnað sig við hverju einustu vandamál sem til eru. Langaði bara að segja það :P
En svona er málið.
Allt mitt líf þá hefur fólk vanvirt mig alveg hrikalega mikið. Í grunnskólanum þá var fólk bara að skilja mig útundan, kasta bolta í mig, bróka mig og bara ignora mig 24/7. Samt voru þetta vinir mínir.
Ég er með lesblindu og skrifblindu og gegnur frekar ill í námi. Ég fæ ekki þá virðingu sem á að fá sem námsmaður.
En svo fer ég í Mentaskóla og ég hélt að allt mundi breytast og ég mundi eignast nýja vini og helling, en svo var ekki. Það var enn gert grín að mér, það var aldrei látið mig í friði og það var gert svo mikið grín að mér að ég féll á fyrsta árinu mínu í menntaskóla :S:S.
En nú kemur alvöru vandamálið.
ÉG er sko rosalega skotinn í stelpu en hún er ekki skotin í mér, ég reyni að tala við hana en ég verð svo stressaður og sveittur að ég get það ekki. Hvað á ég að gera? eru til töflur sem ég get tekið?
Bætt við 8. september 2008 - 15:38
Gerði þetta ekki, brotist inná acc minn. er búinn að breyta um pw