UU ég kann ekkert á Huga, ég vona að ég sé að búa til nýtt en ekki skrifa inn í hjá einhverjum öðrum xD hehehe.
En allavega það er svona ár síðan að ég samdi ljóð.

Og þetta var fyrsta ljóðið sem ég samdi og eina.
Og mig datt í hug að einhver gæti sagt sínar skoðanir á því:D

——————————–

Sit hér ein þó annað ég kjósi, Máttfarin ég er

Og von eftir ljósi.

Útskúfuð, hrædd , blá og marin

Illa klædd og heilsan farin.

Brotinn spegill , splúndrað líf

Hatrið eytra úr mér ríf, Bíta lemja sparka kýla

Andliti mínu ég reyni að skýla.

Sú er ástin æðst og best, þú varst sá ég þráði mest.

Nú er lítið hjarta brotið , ógn og skelfing líf mitt hlotið,

Tómið djúpa hjarta grætur, Vonin bjarta engar bætur.

Kaldar lúkur um minn háls, Dofinn búkur heit sem bál

Valdi tekin óspjölluð sál,

Lamin slegin spörkuð í, lífslínan að dvína

Framin glæpur orðinn var, sálin fína

Inn í myrkrið nauðug fór, völdum ástar eyðinn sór

Ástin slík er aldrei hálf, ég unni þér hið nýja sjálf

Raddir hvísla nafn mitt ótt, er þú sendir mig inn í dimma nótt