Kannski lítið að marka þegar stelpan er á kafi í málningu…?
Auk þess sanna einstök tilfelli nákvæmlega ekki neitt. Það eru bráðþroska stelpur og bráðþroska strákar.
Aftur á móti hef ég auðvitað heyrt (og tekið eftir sjálfur í grunnskóla eins og flestir) um þetta með að stelpur séu á undan í líkamlegum þroska og vexti í kringum 11-13 ára aldurinn en svo stóð (og maður sér) að strákarnir eru fljótir að ná þeim í vexti.
Líkamlegur þroski GÆTI spilað inn í þroska heilans líka eða ekki… engin trygging þar fyrir (reyndar man ég eftir að heyra í mannfræði að kynþroski og þroski heilans “gerist á kostnað hvors annars” … og að ástæðan fyrir seinum kynþroska okkar sem tegund sé gríðarlega mikið brain development í barnæsku).
En andlegur þroski er náttúrulega flókið hugtak og hefur með miklu meira en bara “vélbúnað” að gera. Margir vilja meina að það snúist meira um hvað maður hefur lent í… sbr. að “þroskast of hratt út af einhverju”.
… skilgreiningarnar eru líka vel skrítnar oft… miðað við hvernig margt fólk notar hugtakið (andlegur) þroski, þá er fullt af fullorðnu fólki alls ekki “þroskað”.
Held að í mörgum tilfellum um andlegan þroska mætti í staðinn skipta út orðinu “visku”, en ég veit ekki hvort fólk myndi taka því sérstaklega vel miðað við hvernig menningin er í dag (það þykir soldið cool að vera fallegur+heimskur í dag… eða kannski more accurately, það þykir cool að þurfa ekki að hugsa eða vita neitt)
P.S. Ég er að svara fleirum en þér, en setti þetta bara í einn póst því ég vildi tala um andlegt og líkamlegt í sama pósti.
Bætt við 1. september 2008 - 17:18 Viðbót: Reyndar verð ég að minnast á þetta leiða menningarfyrirbæri töffarastæla/karlmennskustæla (hvimleitt fyrirbæri sem betur fer er á leiðinni út) það á örugglega stóran þátt í að stelpum finnist strákar augljóslega vera vanþroskaðri.
Hins vegar er líka vert á að minnast á að sumar stelpur rembast svo við að uppfylla þennan svokallaða “sannleika”, að þær verða ekki þroskaðar, heldur leiðinlegar. Eiga ekki eitt einasta fun eða frjálst moment í lífinu og gera ekkert nema það sé örugglega 100% “fullorðinslegt” samkvæmt núverandi stöðlum. Ungir strákar gera þetta alveg líka, en ég tek meira eftir þessu hjá stelpum (líklega vegna kröfunnar um að vera svo “þroskaðar”).
Ekki misskilja mig, þarna er ég ekki að skamma stelpur fyrir að vera ekki sjúkar í að keyra rándýra, hraðskreiða bíla eða eitthvað svoleiðis. Langt því frá. Ég var bara að meina að geta slakað á og hlegið… haft einhver önnur markmið í lífinu heldur en vinnu, neysluhyggju, og að vera “proper” eða “respectable” í augum annarra. Svona fólk getur því miður stundum bara slakað á undir áhrifum áfengis, ég sé þetta oft í eldri kynslóðinni, karlkyns jafn og kvenkyns.
Svo eru þessar týpur náttúrulega að fordæma ýmsa nýja og spennandi hluti bara vegna þess að þeir hafa ekki verið accepted af eldri kynslóðinni ennþá… gott dæmi eru tölvuleikir… þá er ég að tala um sem MIÐIL og möguleikana í honum. Að fordæma tölvuleiki í heild sem miðil er eins og að segja “nei veistu horfi bara aldrei á þætti eða bíómyndir”. Það er hægt að búa til leiki handa öllum.
Mæli rosalega með að lesa þessa huga grein eftir konu sem spilar tölvuleiki, algjör klassík:
http://www.hugi.is/leikir/articles.php?page=view&contentId=1107979#1107995