Ég bý á Akureyri með mömmu minni, stjúppabba og litla bróður mínum og pabbi minn býr á Seyðisfirði. Þegar u.þ.b. helmingur sumarsins var liðinn fór ég þangað að vinna í frystihúsinu (never ever doing that again). Pabbi minn er áhugaleikari og var að leika í sýningu á Egilsstöðum og þegar ég var búin að vera fyrir austan í nokkra daga þá förum ég og systir mín á sýningu hjá honum (þetta er frekar crucial fyrir söguna).
Svo u.þ.b. vikur seinna þá voru tónleikar í kirkjunni á seyðó, með páli óskari. Þegar ég var á leiðinni heim frá þeim þá sé ég strák svona í fjarlægð, og hann var með svolítið spes klippingu, og mér fannst eitthvað svo áhugavert við hann, fór að pæla hvort ég myndi einhverntímann hitta hann og svona.
Svo fór ég á aukasýningu af verkinu sem pabbi var í. Þá fattaði ég að einn af strákunum sem var í því var strákurinn sem ég sá eftir tónleikana. Ég var gjörsamlega heilluð af honum gegnum báðar sýningarnar, reyndi að vera alltaf nær honum á milli sýninganna og svona. Svo heyrði ég hann segja að hann færi líklegast á tónlistarveislu LungA, sem gerði mig frekar ánægða (það var kannski vika eða svo í það).
Eftir sýningarnar þá er hann að taka myndir, ætlaði að taka þær af castinu en það voru flestir farnir. Þá fær hann að nota mig sem módel og ég var í skýjunum :P
Ég gat ekki hætt að hugsa um hann alla næstu viku, og það versnaði allsvakalega eftir LungA. Ég tók þátt í listasmiðju þar, þar sem við áttum að gera myndasögu. Svo á uppskeruhátíðinni vorum við að selja blöðin sem við gerðuð, öll í þvílíkt hallærislegum fötum, og ég var með þennan glæsilega bláa hatt, SKÆRappelsínugulum bol og ómáluð vegna þess að ég var nýbúin í sundi. Þá rek ég augun í hann.
Ég reyni eitthvað aðeins að spjalla við hann og svona, en hann þarf að halda áfram að skoða sig um og eitthvað. Svo þegar uppskeruhátíðin er búin þá eru útitónleikar. Ég sit á grasinu með vinkonu minni sem var svo gjörsamlega uppgefin eftir vikuna, sérstaklega dagana upp að uppskeruhátíðinni að hún heyrði ekkert hvað ég var að segja. Ég sat sem sagt á grasinu og var að horfa á hann eins og fífl :P svo segji ég við vinkonu mína “Sérðu strákin þarna” hún játar því (hún gerði það ekki :P) “ég held ég sé ástfangin af honum. Vinkona mín jánkar því og tautar eitthvað sem að var ekki neitt XD.
Svo fatta ég að ég gleymdi að taka myndasögublað fyrir sjálfa mig, og fer að borðinu þar sem þeir voru með afganginn af þeim, og þarf að fara framhjá stráknum í leiðinni. Ég heilsa honum og hann stoppar mig og spyr hvort ég vilji vera módel hjá honum aftur og ég alveg gjörsamlega yfir mig ánægð og ég segist nú alveg geta það og svona. Svo tölum við ekkert mikið saman aftur um daginn, ég bara sat og horfði á hann allt kvöldið eins og eitthvað fífl :P
Svo í kringum miðnætti þá var vinkona mín alveg að drepast úr þreytu og ákvað að fara heim. Þá fór ég að tala við eina stelpuna sem var með mér í listasmiðjunni sem var alveg pissfull þá. Ég minnist eitthvað á strákinn og hún segist þekkja hann aðeins og eyðir næstu tíu mínútum í að fá okkur til að spjalla saman.
Svo einhvernveginn gerist það að við byrjum að því :P. Við stóðum á bílastæðinu fyrir utan herðubreið að drepast úr kulda í til klukkan hálftvö eða svo, þar til ég minnist á botnatjörn, sem er lítil tjör uppí fjalli hjá seyðó. Hann spyr mig þá hvort ég vilji fara þangað. Ég var voða efins fyrst en svo ákvað ég að slá til. Við vorum komin upp og niður á innan við klukkutíma, alveg að dreeeeepast úr þorsta og mæði. Svo eyðum við einhverjum tíma í að finna eitthvað að drekka. Í kringum fjögur þá loksins föttum við að það var lúgusjoppa fyrir utan Herðubreið. Fáum okkur pylsu og kók og svo förum við að róla. já, við tókum okkur víst líka göngutúr út í kirkjugarð XD. en við erum sem sagt að róla og svo förum við að lóninu í kringum fimm eða svo. sitjum þar til sex þegar hann fór. Ég labba heim, þar sem systir pabba bíður eftir mér í hurðinni og ég fæ MAJOR samviskubit.
Svo tekur það smá tíma fyrir okkur að ná sambandi aftur, en þegar það gerist þá förum við að plana myndatökuna og svona.
Svo fattaði ég allt í einu að til að komast í hana þá þyrfti ég að sleppa því að fara á gay pride, en svo kemur það í ljós að það var vel þess virði.
Ég fer sem sagt til egilsstaða að hitta hann þá helgi. Við löbbum um að finna staði fyrir myndatökuna og svona, svo förum við til hans og horfum á mynd og eitthvað. Við sitjum og erum að spjalla og hann snýr sér svo að mér og segir ”Veistu, ég sé geðveikt eftir því að hafa ekki kysst þig á LungA.“ þá kemur svolítið vandræðaleg þögn en svo fer ég nær honum og hann nær mér og við kyssumst.
Þetta var besti koss lífs míns. Hann var svo fullkominn og entist frekar lengi :P En svo þarf ég að fara heim til pabba. Við spjöllum saman í tólf klukkutíma daginn eftir, með hléum :P
En svo þarf ég loksins að fara heim til Akureyrar. Ég gisti eina nótt í Möðrudal og á föstudaginn hringir hann í mig og við höfum ”the talk". Við ákveðum að það sé best að vera ekki í alvarlegu sambandi, og núna er það alveg að fara með mig hvað ég sakna hans. Ég hata sumrin.
(P.S. Takk ef þið nenntuð að lesa þetta allt, ég þurfti bara að koma þessu frá mér :S)
I apologize for any inconvinience due to my crazyness