Sæl öll.
Til að byrja með vil ég þakka frábæra þátttöku í “spurt og svarað”. Þetta fékk mun betri móttökur en ég hafði leyft mér að vona - og á þeim stutta tíma sem ég hef haft þetta opið hef ég náð að svara níu fyrirspurnum (hef fengið fleiri, en getað bent fólki á önnur svör/greinar því til aðstoðar o.s.frv.).
Núna fer þó að líða að því að ég byrja í framhaldsnámi mínu og mun því mögulega (ekki víst, fer eftir álagi) hafa mun minni tíma til skrifta á Huga.
Þannig að, ef þið viljið koma einhverju frá ykkur áður en möguleiki er á því að ég hafi mun minni tíma til að aðstoða, þá er tíminn núna á næstu vikum (til c.a. 1. september þegar cand.psych. byrjar).
Hafið það gott og gangið hægt um gleðinnar dyr :)
