Sæl öll.
Cultgirl nokkur kom með þráð fyrir stuttu þar sem hún var að koma með ráð til stráka hvernig væri best að ná sér í stúlku.
Eins og gengur og gerist var fólk mis ánægt með hennar álit, en þrátt fyrir það var grunnhugmyndin hjá henni góð, þ.e.a.s. hugmyndin um að fá að glitta inn í hugarheim annarra varðandi hvað það er sem líkar vel og líkar illa í fari einstaklinga af gagnstæðu/sama kyni (eftir kynhneigð).
Það eina sem vantaði uppá hjá henni var að setja formið á þann hátt að fólk gerði sér almennilega grein fyrir að hér væru einungis um skoðanir hennar og vinkvenna að ræða (hún tók það að vísu fram, en framsetningin á þræðinum var á þann hátt að það kom ekki alveg nægilega vel í gegn og fólki fannst hún setja sig á háan stall með skoðunum sínum), engar staðreyndir eða alhæfingar.
Út frá þessum þræði datt mér í hug hvort við gætum ekki gert svipaðan þráð þar sem allir koma með sínar hugmyndir á hvað það er sem þeir kunna vel og illa að meta er kemur að hinu/sama kyni. Það gæti reynst fróðleg lesning fyrir marga hér inni þar sem hellingur af fólki er hingað kemur er reynslulítið og hefði gott af að fá mismunandi viðhorf mismunandi einstaklinga á þessu.
Munið bara að láta vita hvaða kyn þið eruð (og ef þið eruð tilbúin til þess, aldur) - og takið fram ef þið eruð samkynhneigð svo að fólk gerir ekki beint ráð fyrir því að þið séuð að tala um hitt kynið.
Endilega komið með sem flestar hugmyndir og verið hreinskilin við sjálf ykkur í skoðunum ykkar.
Munið þó að ég mun fylgjast vel með þessum þræði, þannig að skítköstum og leiðindum í garð skoðana annarra verður tekið með harðri hendi
Bætt við 15. ágúst 2008 - 13:42
Ef kyn og aldur koma fram þegar smellt er á notendanafn er það auðvitað ekki nauðsyn að taka það fram sérstaklega í þræðinum. Kyn skiptir einnig mun meira máli en aldur sem má liggja á milli hluta ef fólk vill ekki gefa hann upp.