Mín fyrrverandi til 2 ára, hætti með mer fyrir 3 vikum.. Hún elskar mig ennþá ótrulega mikið, ég veit það, en við rifumst svo mikið á tímabili að hún gat þetta ekki lengur

Ég er hjá sálfræðingi núna að vinna í mínum málum, að reyna að draga úr þunga mínum o.s.f., því ég ætla mér að verða betri maður, og vinna úr mínum vandamálum en hún virðist ekki treysta því að þetta eigi eftir að breytast (þeas rifrildin)..

Ég elska hana svo ótrúlega mikið, og mér þykir svo endalaust vænt um hana, ég myndi gera allt til að sýna henni að ég muni breytast.

Núna er hún í útskriftarferð á tyrklandi að skemmta sér og “hugsa sig um”, á meðan ég sit hér á fróninu og smátt og smátt brýt mig niður með því að rifja upp yndislega tíma með okkur saman. Ég sakna hennar alveg ótrúlega mikið. Hvað í fjandanum á ég að gera? Ég er eki búinn að tala við hana í 5 daga núna (reyna að láta hana sakna mín! :)).

Síðan gerði ég þau mistök um dagin að sendá sms á stelpu sem ég var eitt sinn með (hún hringdi í mig sorgmædd að ég vildi hana ekki þótt ég væri einhleypur og var einhvað mjög down). Í smsinu stóð “að ég væri ennþá svo ástfanginn af stelpunni sem var að hætta með mér, og ég gæti ekki gert neitt. Mér finndist það engan vegin rétt og ég vona að við getum verið í bandi restina af æfi okkar”. Þetta sms fór óvart á mína sem var að hætta með mér! Ég útskýrði vel og vandlega hvernig stóð á, að hún hefði hringt í mig og ég vildi ekkert með hana hafa. Þarf ég að hafa áhyggjur? Ég hugsa svo mikið um þetta..

Eða á ég að gleyma þessari yndislegu stelpu?
alonzo