Sæll vertu.
Ég er ekki alveg eins viss í minni sök líkt og aðrir hér virðast vera. Fyrir mér er það ekki svo augljóst að hún sé að meina að hún elski þig einungis sem vin - og í raun tel ég að þú getir ekki komist að því hvað liggur í þessu fyrr en þú hreint spyrð hana hreint út.
Ef þú ert ekki hrifinn af henni, hættu að spá í þessu. Þá skiptir litlu hvort hún er að meina, því ef hún er að meina ást á rómantískan hátt og þú spyrð aldrei út í þetta mun hún gera sér grein fyrir að þú hefur ekki nægilegan áhuga til að spyrjast fyrir um líðan hennar.
Ef þig langar að vita þetta, s.s. hvort hún meini rómantíska ást eða vina ást myndi ég einfaldlega segja við hana: “Hey, þegar þú sagðir um daginn ”don't take this the wrong way, en ég elska þig"; varstu þá að meina að ég ætti ekki að taka þessu sem rómantískri ást?
Ef hún hikar og svarar þessu neitandi, eru greinilega dýpri tilfinningar til staðar en einungis vina ást (ekki að það sé ekki djúp og magnþrungin ást oft á tíð). Ef hún hikar ekki, segir já frekar fljótt og þannig, getur þú verið nokkuð viss um að hún meinti þetta sem vina ást og ekkert meira en það.
Gangi þér vel.
E.s. - ástæðurnar fyrir því að ég var ekki viss um að hún meinti vina ást eru aðstæðurnar sem hún hefur sagt þetta í og fjöldi skipta, s.s. þörfin að segja þetta við þig oftar en einu sinni á stuttum tíma.