Í fyrsta lagi þá þarftu ekki að vera herra Ísland til þess að næla þér í stelpu nema þú sért að leita af shallow hnakkam**** sem býr á ljósabekkjastöðum. Það eina sem þú þarft er að vera fyndinn og heillandi. Ef ég vitna í Miss Monroe þá sagður hún ,,If you can make a girl laugh, you can make here do anything".
Ég mæli ekki með að þið séuð eitthvað sérstaklega vondir við stelpuna en ég þarf nú varla að segja ykkur það, segjir sig sjálft nema stelpan sé haldin einhverri kvalarþörf(engin stelpa er eins þannig að hver veit).
Sýnið stelpunni sem þið eruð að reyna að ná að þið hafið mikinn áhuga á henni. S.s. byrja alltaf að senda henni sms og sp. hvað hún sé að gera og svo framvegis. Bara svona smáatriði skipta máli. Þá finnst henni eins og stráknum sé sama um hana og sé að ganga pínu á eftir henni. Stelpan þarf samt engu að síðu að gera það sama svo að strákurinn viti að henni sé sama líka.
Eitt böggandi atriði ráð sem birtist á hinu þráðnum var að hún vildi að strákar þurfi að gefa stelpum blóm og súkkulaði. Það finnst mér frekar asnalegt. Strákar eiga bara að gefa gjafir þegar þeir vilja og hvað þeir vilja. Þarf ekkert að vera súkkulaði og blóm eða eitthvað álíka bíómyndalegt(vonandi vitið hvað ég meina). Ég mundi alveg sætta mig við það ef strákur mundi bjóða mér í bíó eða gönguferð eða bara whatever. Gjafir þurfa ekki að vera eitthvað áþreifanlegt.
Það stendur hvergi að strákar þurfi alltaf að taka fyrsta skrefið en stelpur búast samt alltaf við því. Það er held ég (aðeins mín skoðun) hræðsla við höfnun ef þær taka fyrsta skrefið. En hinsvegar eru strákar pottþétt hræddir við það sama þannig að ég veit ekki alveg hver gullnimeðalvegurinn er. Bara ekki láta feimni taka stjórnina. Mörgum stelpum finnst feimnir strákar vera krútt þannig að þið feimnafólk eruð ekki dauðadæmd til að vera ein að eilífu.
En ef þið eruð virkilega feimin þá gæti verið sniðugt að reyna að fá sameiginlega vini til þess að reyna að koma ykkur saman? Hittist kannski óvart í bíó eða eitthvað álíkað og segja henni kannski að þið séuð feimnir? Það gæti verið svona icebreak. Byrjið að tala um feimni og farið útí skóla eða bara eitthvað. Þið fattið.
Mér dettur ekkert fleira í hug eins og er og vona að þessi ráð séu í lagi. Getur samt verið að þetta sé algjört bull en vonandi betri ráð heldur sem hin stelpan gerði :)
Veit líka að fleiri stelpum lauma á góðum ráðum þannig að látið allt flakka.
Þakka fyrir mig.
Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.