Don´t worry, mate… þessar stelpur eru algengari en maður heldur (þær sem eru í “nördahlutum” plús þær sem eru opnar fyrir þeim)… og þeim er alltaf að fjölga. Heimurinn er að batna því þessar FÁRÁNLEGU reglur um hvaða kyn á þennan hlut og hvaða kyn á hinn hlutinn eru að hverfa.
Ef ég ætti að gefa þér eitthvað ráð væri það kannski tvennt:
1) Nördastelpur fíla útlit líka. Sakar ekkert að gera EITTHVAÐ fyrir það, you know. Þessi asnalegi öfga “all-or-nothing” binary opposites hugsunarháttur er mikið í gangi hjá okkur núna, en meina þetta er ekki spurning um að vera annaðhvort í ræktinni 6klst á viku eða gera ekki rassgat. Gym áskrift er eiginlega bara peningasóun nema fyrir þá sem eru virkilega hardcore í þessu. Þegar ég sé fólk sem borgar í ræktina bara fyrir að hljóla eða vera á hlaupabretti fórna ég höndum af fáránleika.
Ég mæli með tiny lágmarki, ef ekki bara upp á heilsuna (plús maður hugsar hraðar og manni líður betur yfir daginn). Gerðu annan hvern dag:
3 sett af armbeygjum (þangað til þú getur ekki meir í hverju setti)
3 sett af “snerta gólfið með höndunum og hoppa svo með þær upp í loftið eins hátt og þú getur” … þetta er meira þolæfing heldur en styrkur en gerðu bara nokkurnveginn þangað til þú gefst upp eða eitthvað. It´s not rocket science, pointið er bara að reyna allavega eitthvað á sig.
og já, voila, þarna erum við komnir með 2 æfingar sem vinna með marga vöðvahópa í einu og eru þessvegna gríðarlega góð nýting á tímanum sem þú eyðir í þetta. Þú getur klárað armbeygjurnar sér með því að hvíla þig á milli hvers setts í 30-60 sek og síðan farið í hina æfinguna, eða þú getur gert æfingarnar “bak í bak” (alternating) ef þú vilt fá enn meiri þolþjálfun úr þessu og vilt að workoutið þitt taki enn styttri tíma.
Svo er líka upplagt að reyna að labba eitthvað milli staða bara. Algjört kjaftæði að öll hreyfing þurfi að vera másandi og svitnandi. Ef þú nennir ekki þessu workout dóti sem ég lýsti hérna að ofan geturðu þó allavega labbað til vina þinna. Eða hjólað ef labb tæki of langan tíma, en samt… patience… maður getur alltaf hlustað á tónlist meðan maður labbar eða bara slakað á og hugsað. Mæli með að fara ekki meðal umferðaræðum (mengun og hávaði) heldur í gegnum fáfárnar götur eða íbúðahverfi ef þú getur. Miklu meira afslappandi.
Þannig að já, eins og ég segi, þetta er ekki spurning um annaðhvort ALLT eða EKKERT. Allir ættu að hreyfa sig eitthvað að lágmarki. Vissirðu að það er ekki offita sem er óholl heldur hreyfingarleysis lífsstíllinn sem oft fylgir henni. Jafnvel spikuðustu súmó-kappar eru FÍLHRAUSTIR, það sannar þetta sem ég er að segja.
Og já ráð númer 2)
… finally… :P
Í þessu batnandi heimi, þar sem heftandi kynjareglur eru að þurrkast út og fólk er farið að hætta að halda í þá mannskemmandi trú að kynin séu ANDSTÆÐUR… þá þarft þú líka að leggja þitt að mörkum. Ef stelpa er nördastelpa þá geturðu næstum bókað að hún er progressive týpa og ekki hrædd við að berjast gegn núverandi social-reglum. Þannig að hún mun fíla ef þú gerir eftirfarandi:
Ert ekki hræddur við að segja að eitthvað sé krúttlegt.
Finnst að þú ættir að mega að faðma karlkyns vini þína.
Finnst túr ekki ógeðslegur.
Finnst hommar ekki ógeðslegir.
Ert á móti karlmennsku (og “dömumennsku”) sem hugtaki og vilt frekar að allir geri frekar bara það sem þeir vilja. Ekki reyna að vera “þögla sterka týpan”, ekki vera með karlrembu eða einu sinni karlrembubrandara.
Í stuttu máli… kynin geta lært ýmislegt af hvort öðru, nú þegar það er að koma sterkar og sterkar inn að hlutir “tilheyra” ekki lengur einu kyni og eru BANNAÐIR fyrir hitt (eins og til dæmis tölvuleikir)… í stuttu máli, menningin er að breytast til hins betra og þú getur lagt þitt að mörkum.
P.S. Djöfull þetta langt… úff… að maður skuli hafa nennt þessu……… en svona er þetta, maður er með alltof stórt hjarta ;P
Bætt við 8. ágúst 2008 - 12:22 *edit*
Og já úps ég fór óvart að tala bara um hreyfingu þarna, ætlaði á undan því að minnast á að hugsa um útlitið á annan hátt… meina þú gerir bara þitt thing í því. Aðal atriðið er kannski að vera ekki eins og einhver hobo með úfið skegg og eitthvað… held að mjög fáar stelpur fíli svoleiðis… en meina það að lita hárið á sér eða fara í ljós eða eitthvað… pff það er óþarfi.
En já ég hef svosem ekki mikið að segja við þig í þessum efnum því ég er mjög mikið í “naturale” útlitinu. Ég set aldrei gel í hárið nema þegar maður fer í partý eða eitthvað fancy (og reyndar þessa dagana er ég að prófa að leyfa því bara að vaxa… hefur langað að prófa að safna hári í mörg ár)… og já ég raka mig aldrei alveg upp að húðinni… það tekur tíma, fer illa með húðina, og mér (og stelpum) finnst skeggrót bara flott… og já… ég nota ekki einu sinni sjampó, hahah því hvorki læknar né háráhugafólk sem ég veit um mælir með því… samt ágætt að henda næringu í það einu sinni í viku eða eitthvað ef maður nennir or sum…
Þannig að já… ég geri ekki mikið. Bara held skegginu mínu stuttu og held hárinu í sæmilegum skorðum (án gels) og samt er kærastan (sem er soldil nördastelpa og er að verða það meira og meira út af mér) alltaf að segja mér hvað ég sé ÓGEÐSLEGA fallegur… *shrug* hlýt að vera að gera eitthvað rétt =)
Og já… blabla reyna að klæða sig smekklega og eitthvað… en bleh, sama og þetta sem ég sagði að ofan, just do your own thing… ekki rembast eitthvað við að elta tísku en ef þér finnst eitthvað flott sem er kannski í tísku í dag, ekki forðast það heldur. Til dæmis ég hata tísku, en ég er samt oft í skyrtum því mér finnst það flott, stelpur digga það, og svo eru þær drullu þægilegar upp á að halda réttu hitastigi á manni… sérstaklega skyrtur með SMELLUM en ekki hnöppum… úú vildi að ég ætti fleiri þannig… maður getur rifið hana upp þegar maður klæðir sig úr henni… chicks dig it :P
En já, do your thing… eitt hérna samt. Þú kvartar yfir því að það sé lítið af nördastelpum þarna úti, en vandamálið er að þær eru oft ekkert að auglýsa það (eins og fólk sagði hér í svörunum) … þannig að af hverju auglýsirðu ekki nördisma þinn með stolti og á smekklegan hátt… með einhverjum nice bolum or sum? Ég er ekki að tala um eitthvað sem stendur á “BOOM HEADSHOT!” eða eitthvað sem gæti farið fyrir brjóstið á þeim sem eru ekki inn í leikjum… heldur kannski .. dunno.. eitthvað svona:
http://www.thinkgeek.com/tshirts/sciencemath/6e90/eða svona
http://www.thinkgeek.com/tshirts/gaming/59d2/Bara whatever… btw ef þú ætlar að panta af þessarri síðu, pantaðu góðan slatta í einu til að spara sendingarkostnað.