Hvað er hægt að gera til að lífga uppá samband? Eða bara, það er svo lítið hægt að gera. Þúst, keila, sund, bíó… Nefnið einhvað spennandi. Erum búin að vera í sambandi í um það bil 1 ár og 2-3 mánuði.
Prufa það um helgina :D s.s. freiðibaðið. Sko málið er að trúlofun fer að gerast, en uppá síðkastið höfum við verið að hittast of lítið finnst mér. Er búinn að tala við hana um það, og hún veit það. Bara þegar við förum að “gera einhvað” þá er það ekki neitt því það er ekkert hægt að gera.
Eruði nógu dugleg að gera eitthvað með öðrum líka? Stundum fer manni að leiðast smá þegar maður er alltaf bara tvö saman. Mikilvægt að fara bara út að chilla með vinum sínum (og hafa hana þá auðvitað með líka) :) Mér finnst það allavegana oft enda mjög skemmtilega
Og já, fara kannski í bústað yfir helgi eða eitthvað svoleiðis
farið saman eitthvað ein, eins og t.d. í sumarbústað yfir helgi…. liggjið saman í pottinum, kúrið og horfið á stjörnurnar og eldið góðan mat saman.
svo ef þið eruð tímabundin þá eru göngutúrar, freiðiböð, hestaferðir ( íshestar eru fínir)… listinn er óþrjótandi því flestir hlutir eru verða skemmtilegir og jafnvel rómantískir ef sá/sú sem þú elskar er með þér :)
Út að borða Út að gefa öndunum Út að labba Dekurkvöld fyrir hvort annað = nudd, kerti etc, endar alltaf vel Prufa nýja hluti í kynlífinu Helgarferð bara tvö saman Kúra yfir góðri mynd Fara út í náttúruna Stunda sameiginleg áhugamál
Út að gefa öndunum er samt engan veginn rómantískt, það er svona mest chaotic og brjálaðasta sem ég hef séð, mávar fljúgandi að stinga sér hundruð saman og tæta í sig þetta brauð. Alveg snarklikkað.
Það er einmitt það sem gerir þetta helvíti skemmtilegt og action mikið. Ég og fyrrverandi fórum einu sinni með fullan poka af brauði og einhverju sem átti að henda úr vinnunni minni (var að vinna á kaffihúsi) og þetta var bara battle to the death á milli fuglanna og við stórskemmtum okkur hahah.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..