Getur náttúrulega gefið honum örstuttan koss á munninn og sagst vilja hugsa málið, farið síðan heimtil þín og sagt öllum vinkonum þínum, farið síðan til hans kvöldið eftir og kúrt yfir vídjóspólu og þá ætti málið að vera komið á hreint.
Annars finnst mér þetta svolítið kjánaleg spurning. Í hvaða aðstæðum spyr maður eiginlega að þessu? Í þeim samböndum sem ég hef verið í hefur staðan einhvernvegin bara oftast verið á hreinu, þó maður hafi kannski spurt að einhverju eins og "er viðeigandi að kalla þig kærustu?" skiluru.
Finnst þetta vera svipað því og að segja einhverjum vini sínum eða vinkonu beint út að maður sé hrifinn af honum/henni. Kjánalega krúttlegt, en ólíklegra en ýmislegt annað til lukku.
Getur náttúrulega líka prófað að stilla svona á feisbúkk eins og þið séuð í sambandi, þá poppar upp svona notification hjá hinum aðilanum og hann beðinn um að samþykja, og þá er þetta í leiðinni orðið official. :)