Hæ hó hæ hugarar!

Mig langaði að koma með smá innlegg í umræðuna um samskipti kynjanna hér á þessu áhugamáli.

Ég fór skyndilega að sjá samskipti mín við karlmenn í öðru ljósi núna nýlega. Þannig er mál með vexti að ég er “happily single” en fer á stefnumót af og til. Ég er opin fyrir öllu og hver veit, ég gæti hitt lífsförunautinn dag einn.

Jæja… en ég fór á stefnumót um daginn með einum herramanni. Hann var mjög myndarlegur og skemmtilegur. Við ákváðum í kjölfarið að endurtaka leikinn og kíkja saman í bíó. Hann var voða knúsinn í bíóinu og mér fannst það aðeins of mikið fyrir minn smekk. Á leiðinni heim sagði ég honum að ég væri ekki til í að fara með þetta lengra. Hann tók því bara vel en svo hringdi hann í mig næsta dag með þvílíka yfirheyrslur. “Afhverju viltu ekki kynnast með betur?”, “heldurðu að ég sé svona og hinseginn?”, “gætirðu þá ekki hugsað þér að vera kynlífsfélagi minn í staðinn?” o.s.frv.
Gaurinn sló mig svoleiðis útaf laginu með þessu spurningafargani að ég sagði honum að ég yrði að fá að hugsa mig aðeins um og viðurkenndi að ég væri svolítið sleginn yfir þessari yfirheyrslu. Ég var að fara erlendis þannig ég sagðist hafa samband þegar ég kæmi heim nokkrum dögum seinna. Sama dag og ég sneri heim eftir langt flug fæ ég skilaboð í símann þar sem ég er sökuð um að vera “player” og draga hann á asnaeyrunum. Ég vissi bara ekkert hvernig ég átti að bregðast við þessu og hringdi í hann. Hann var hundfúll og gaf skít í allt sem ég hafði að segja. Ég virtist hafa sært hann en ég bara skyldi ekkert hvað ég hafði gert til að vera svona tillitslaus í hans garð.

Eftir þetta símtal var eins og það kviknaði á peru í höfðinu á mér. Ég hef verið þessi manneskja sem krefst athygli frá karlmanni á þennan hátt. Svo hef ég bölvað því að hann geti ekki svarað mér strax eftir að ég hef skellt á hann öllum mínum hjartans málum.

Vá hvað ég hló með sjálfri mér. Ég mun sko pottþétt læra af þessu og hafa í huga að það er ekki hægt að ausa svona úr sér fyrirvaralaust við einhvern sem ég hef áhuga á og ætlast til þess að sá hinn sami komi með vel ígrunduð svör á staðnum. Líklegt er að aðilinn fari frekar í baklás (eins og ég) og viti ekkert hvernig eigi að snúa sér.

Ég held að við eigum öll til að vera klaufaleg í rómantískum samskiptum. Ég held það sé of algengt að við flýtum okkur um of og ætlumst til að hinn aðilinn lesi nákvæmlega í okkar tilfinningar.

It just made me think…maður ætti frekar að temja sér rólegheit og vera ekki svona fjandi kröfuharður alltaf hreint hehe.

Ninnz