Hæhæ

Vá, mér líður svo skringilega…

Til að byrja með vil ég segja að mér hefur gengið mjög illa í öllum málum sem tengist rómantík….

Núna stendur svo á að ég hef soldinn áhuga á einum strák. Það er samt mjög stutt síðan ég hef verið farin að finna fyrir því. Þessi strákur er bara…fullkominn..jaa, allavegana næstum. Ég hef haft svona áhuga á nokkrum strákum og þegar ég ber þá saman við þennan…ég bara vá, sé þá ekki. Finnst þeir ekkert spes, finnst enginn spes miðaðvið þennan. Hann er bara svo myndalegur í alla staði…(er ekki bara að tala um útlit)

Málið er samt…ég einhvernvegin ,,leyfi" mér ekki að verða hrifin af honum. Ég finn fyrir spá tifinningum, en ég bæli þær jafnan aftur niður. Svo er það bara núna sem ég finn að þær eru að koma upp og ég get ekkert gert.

Afhverju bæli ég þær niður? Ég bæli þær niður vegna þess að mér finnst þessi strákur svo þúsund sinnum sætari en ég og bara betri á alla staði. Ég er allveg með ágætlega hátt sjálfstraust en ég get samt bara ekki ýmindað mér að strákur eins og hann, sé hrifinn af stelpu eins og mér.

Ég veit ekki afhverju ég er að skrifa þetta hérna..líklegast bara að létta á mér.

Ohh, ég hata þetta. Er með svo skrýtnar tilfinningar. Held þær séu svona en það er nú erfitt að sálgreina sjálfan sig. Hehe…

Mig langar að komast að því hvort hann hafi mögulega einhvern áhuga á mér? En samt..vil einhvernvegin ekki taka áhættuna. Er ótrúlega hrædd við höfnun. Hvernig get ég gert það á auðveldan og lúmskan hátt? Kanski ekki hægt með þennan strák…hann felur ótrúlega oft tilfinningar sínar. Ég veit aldrei hvað honum finnst um mig eða aðrar stelpur sem hann talar við…og oftast sé ég það nú á fólki.

Allavegana þá er ég farin að sofa…vona einhver skilji mig eitthvað smá :P
An eye for an eye makes the whole world blind