vissi ekki alveg hvar þessi þráður ætti að koma en hann lennti einhvernvegin hér..
ég veit ekki hver tilgangur minn er með að skrifa hann en það er kanski ágætt að létta af sér.
ég skil ekki hvað er að mér, ég finn fyrir stanslausri vanlíðar af einhverjum ástæðum ég ætti samt ekki að finna fyrir henni á frábæran kærasta sem er bara svo góður við mig og mjög góðar vinkonur og fjölskyldan er frábær. en einhvernvegin finn ég fyrir stanslausri vanlíðan, mér líður bara svo rosalega oft ílla. Er lika alltaf að búa til allt í hausnum á mér, held t.d oft að kærastinn minn sé að fara hætta með mér eða hann sé kominn með leið á mér og sé farinn að spá í einhverja aðra eitthvað svona rugl sem er bara í hausnum á mér og á sér enga mynd í raunveruleikanum. er líka farin að rífast við alla útaf engu, þarf svo lítið til að ég bara verði ótrúlega reið og sár og fari bara að gráta útaf nánast engu. þessi vanlíða er alveg að fara með mér og ég veit ekki afhverju hún er, því mér ætti ekkert að líða ílla ég þarf ekki nema að horfa útum gluggann og fara gráta útaf nákvæmlega engu. gæti þetta verið útaf lágu sjálfstrausti eða mati á sjálfri mér ? ég þoli ekki að líta í spegil ég bara hata allt við mig og ég þoli ekki þegar einhver segir hvað ég sé sæt og grönn þar sem að mínu mati sé fólkið sem er að segja þetta bara að ljúga. æji mér líður bara stanslaust ílla og það er gott að segja einhverjum það…
Bætt við 2. júlí 2008 - 02:06
gleymdi að segja að mér byrjaði að líða svona eftir að kærastinn minn fór bak við mig með ýmsilegt tengt öðrum stelpum, hef aldrei verið fullkomlega sátt við hann eftir það…. kanski er ég bara ekki sátt með sambandið mitt ? ég hef ekki hugmynd