Sæl öll.
Til að byrja með vil ég fagna komu bæði Stec og Ikea á áhugamálið, sem og hugmyndunum sem þau lögðu til - og hlakka til að sjá þeim fylgt eftir.
En þó verð ég að viðurkenna að ég sakna starfs míns hér á /romantik. Að skrifa greinar er mitt áhugamál - en greinaskrif þurfa bæði innblástur og oft mikinn tíma. Ég væri til í að hafa eitthvað annað skipulagt - þó ei korkaspjall fyrir höndum.
Í kjölfar þess lét ég mér detta í hug að sjá hvor áhugi myndi liggja fyrir á “Spurt og Svarað” dálki sem ég myndi halda uppi, þar sem fólk myndi senda inn rómantísk vandamál af flóknara tagi sem ég myndi svo reyna mitt besta að hjálpa fólki með. Þessi vandamál mættu auðvitað vera nafnlaus og ég myndi reyna að velja úr vandamál eftir bestu getu til að svara þegar ég hefði tíma til.
Ég var að hugsa að það væri allavega um eitt vandamál sem ég myndi reyna að koma með ítarlegt svar við á viku. Þetta færi svo alveg eftir tíma hjá mér hversu mikið ég kæmist yfir; gætu orðið fleiri á viku (þó ekki færri fyrr en í haust í fyrsta lagi).
Þetta gæti ég gert og myndi án efa gera samviskusamlega fram að hausti þegar ég byrja í Háskóla Íslands í framhaldi af B.A. prófi mínu. Þó er alls ekki víst um að ég þyrfti að hætta þessu eða bíða með þetta þegar þar að kemur; það mun fara allt eftir álagi og öðru slíku (og hversu vel mér gengur að skipuleggja tíma minn).
Hvað finnst fólki almennt um þessa hugmynd? Er þetta eitthvað sem þið hefðuð gagn og gaman af haldið þið?
Mér þætti vænt um að fá sem flest svör við þessu takk svo ég viti hvort áhugi sé fyrir hendi.
Bætt við 27. júní 2008 - 14:56
Takk fyrir frábærar móttökur. Ég vil þó ennþá heyra hvort fólk sé ekki almennt hrifið af þessari hugmynd! Ég er búinn að setja þetta upp og vona að sem flestir notfæri sér þetta.