Það er þannig að ég er mjög hrifinn af stelpu og hef verið það í allavega 3 ár. Við erum ágætir vinir og henni líkar nokkuð vel við mig held ég. Ég hef hinsvega enga hugmynd um hvort hún beri einhverjar ástartilfiningar til mín á móti. Ég þori að tala við hann en svona takmarkað því stundum verður maður orðlaus og veit lítið hvað hægt er að segja til fylla upp í þögnina sem getur myndast.
Ég á stundum erfitt með að grínast í henni þvi ég vil alls ekki særa hana eða gera hana ósátta með það sem ég get hafa sagt. Ég á nokkrar vinkonur sem er eru líka góðar vinkonur hennar og það er voða lítið mál að djóka smá í þeim enda taka þær því bara vel.
Stundum kemur það fyrir að vinir mínir eru eitthvað fíflast í henni og mér finnst mjög oft eins og þeir séu að reyna við hana og hún tekur oft vel í það, finnst mér að minnsta kosti. Þá verð ég nokkuð öfundsjúkur en sýni það alls ekki auðvitað. Það gleymist brátt samt. Ég er líka þannig að ég þori voða lítið að spurja hvort hún kom út að gera eitthvað, hitt aðra vini og þannig. Ég er oft hræddur við eitthvað sem er ekki til staðar, ef þið skiljið hvað ég á við.
Spurningar mínar til ykkar eru einfaldar.
Hvað ætti ég að taka til bragðs til að verða enn betri vinur hennar til að geta nálgast hana meira?
Finna aðrir en ég fyrir smá öfundsýki í garð ágætra félaga sinna ef þeir eru eitthvað grínast smá í stelpunni sem þeir eru hrifnir af?
Ef þið hafið einhverjar ráðlagningar endilega segið mér :D