Ég varð bara að koma með mitt álit á þetta.
Persónulega finnst mér lítið til þessarar rannsóknar komið. Flest getum við ályktað af hverju “bad boys” á ákveðnum aldri af ákveðinni týpu draga til sín bólfélaga af sama meiði. Þessi “myrka þrenning” má vel vera sönn, en útskýrir að mínu mati einungis lítinn part af “bad boy” spurningunni og frekar “afleiðingar félagsmótunar” fremur en “ástæðuna” sem ég tel vera hin raunverulega spurning.
Að vera “vondur strákur” þegar þú ert vel kominn yfir tvítugt hefur sjaldan verið ráðgáta í mínum augum. Þá er verið að tala um ákveðnar týpur með fastmótaðan persónuleika sem er staðnaður í ákveðnu hlutverki og dregur til sín kvenfólk af sama meiði.
Raunverulega spurningin um “bad boys” og “bad girls” finnst mér liggja á unglingsaldrinum, þegar þetta persónuleika einkenni myndast og ástæðuna fyrir því.
Sem sagt, að mínu mati er
raunverulega spurningin: Af hverju verða til “bad boys og ”bad girls“ og af hverju viðhelst sú hegðun fram eftir aldri í stað þess að taka enda eins og gerist hjá flestum eftir unglingsaldurinn.
Þetta var einmitt sú grein sem ég ætlaði að skrifa áður en ég skrifaði greinina um afbrýðisemi, byrjaði á, en tók eftir því hversu gífurleg skrif lægju á bak við því til að útskýra þetta almennilega og taldi það nánast ógerlegt.
En núna þegar þessi ”sub par" rannsókn um þetta persónuleikaeinkenni sumra hefur verið gerð finn ég fyrir hálfgerðri nauðsyn að koma með mína skoðun á málefninu í formi mjög ítarlegrar greinar.
Við sjáum til hvort ég finni tíma til þess :)
Svona í lokin vil ég mæla með að allir lesi þennan part af blogginu mínu og muni vel. Hér átti ég að vísu við aðra grein, en á að mínu mati við um allar rannsóknir er birtast í Morgunblaðinu þar sem aldrei er vísað fagmannlega í heimildir:
http://preacher.blog.is/blog/preacher/entry/321573/Bætt við 21. júní 2008 - 13:32 Þegar ég segi “bad girls” á ég aðallega við stúlkur sem heillast að “bad boy” atferlinu, en þó einnig stúlkur sem taka þátt í sambærilegri hegðun.