Hún kemur með svona spes svip…
brosið myndast á vörunum, tennurnar koma í ljós, brosið dregst alveg út og myndar bara krúttlegustu spékoppa, augun á henni pírast á sama tíma og hún lyftir upp öxlunum og kemur með svona “kihh-svip” eins og ég kalla það. Það reddar mínum degi, allar áhyggjur og pirrur eftir vinnuna fjara burt og mér líður vel.
Einnig er þegar hún er að einbeita sér, augun hennar opnast, munnurinn er smá opinn og hún horfir svo til mín og lyftir augnabrúnunum á sér upp og brosir smá til mín, segir svo “Hvaaaað?” og þá get ég ekki annað en brosið.
Annars það sem ég elska best við makann minn er hvað hún tekur mér fyrir mig, elskar mig fyrir mig. Ég þarf ekkert að þykjast að vera töff, ég er nógu töff fyrir hana. Ég þarf ekki að sanna neitt (þó svo ég haldi á öllum hlutum fyrir hana og lyfti henni stundum yfir axlirnar á mér til að sýna hvað ég hef verið duglegur)
Ómótstæðilegu tilfinningarnar sem ég fæ þegar hún gerir *Hristir hendur* múvið okkar, hún getur fengið mig til að bráðna hvar sem er.
Það sem ég elska við makann minn, er hún. Þegar ég hugsa um lífið, þá er hún mér efst í huga. Sé andlit hennar fyrir mér, Djúpbláu augun hennar, tví-brotna nefið hennar (treystið mér, Þetta er fallegasta nef sem ég hef séð allavega), litlu sætu eyrun hennar sem henni finnst svo skrítin en mér finnst svo gott að narta í og strjúka. Litlu kyssilegu varirnar hennar, sérstaklega þegar þær mæta mínum. Brosið hennar, sem fær mig til að líða sem ég geti sigrað heiminn.
Annars er það meira sem ég get talið upp, ég á bara erfitt með að einbeita mér þar sem hún er í herberginu og ég get vart slitið mig af augum henna