Já ég hef verið að skrifa og stroka út þennan kork í smá tíma því ég veit ekki hvernig ég á að orða þetta en ég segi þetta þá bara óhefbundið og beint út.
Ég er búin að vera í sambandi síðastliðna 4 mánuði og allt hefur gengið vel. Þangað til að ég fæ símtal frá kærastanum mínum um miðja nótt þar sem hann er í partýi hjá einum félaga sínum og segir mér að hann hafi kysst einhverja gellu. Hann alveg rosalega miður sín og segir að hann hafi verið fullur og vissi ekki hvað hann var að gera.
Eftir þó nokkur símtöl þá fyrirgef ég honum. Ég þekki hann nokkuð vel, við vorum vinir mjög lengi áður en við byrjuðum saman og ég veit að honum þykir vænt um mig og myndi aldrei gera e-ð svona með fullu viti. Og ég meina hann sagði mér frá þessu í staðinn fyrir að leyna þessu, það hlýtur að þýða eitthvað right?
En sko málið er að mér líður eitthvað svo dofin, eins og mér sé nokkurn vegin saman. Sem alveg skrýtið því mér þykir alveg ótrúlega vænt um hann. Ég er ekki leið eða reið. Ég er sár og þegar hann sagði mér þetta langaði mig að öskra og gráta en gat það bara ekki..
Er eitthvað að mér? Tók ég þessu of illa, of létt?
Vinur minn sagði að ég ætti að láta hann róa, ætti ég að gera það eða á ég að gefa honum annan séns?