Hér er bréfið:
Ég er í smá vanda og ekki vanda…
Málið er bara að ég elska svo hrikalega mikið mína fyrrverandi að ég er bara blindur á aðrar stelpur, hún er svo perfect bara. Við erum góðir vinir núna og erum farin að tala alltaf meira og meira eins og við séum saman og svoeleiðis. Á meðan við hættum saman hef ég verið að deita aðrar stelpur og bara ég finn engan neista neinstaðar frá nema frá semsagt þessari.
Það sem ég er að spyrja með þessu.. hafið þið einhverntíman elskað einhverja manneskju svo mikið sem þið eruð samt ekki með að það er bara vonlaust að skoða möguleikana á annari. Sko á tímabili hélt ég að við myndum ekki byrja saman aftur þannig ég fór að deita aðrar stelpur og það var vonalaust.. fann bara engan neista.
En ég er bara svo hræddur um að ef við byrjum ekki saman aftur að þá bara geti ég ekki fundið mér aðra kærustu vegna þess hve ég elska mína fyrrverandi og miði allar aðrar stelpur við hana því í mínum augum er hún fullkomin.
Hafið þið lent í þessu?
Cinemeccanica