Flott pæling hjá þér:) eða þó verð ég að viðurkenna að mér finnst þetta ekki pæling, meira eins og þú ert að reyna að ákveða þig hvort þú vilt hann ekki, en ef þú vildir hann af alvöru, þá myndirðu vera með honum, er það ekki?
Eins og saedis88 sagði, þá gæti verið að þú sért hrifin af hugmyndinni að vera með honum, því, eins og þú sagðir, þá er hann allt sem þú vilt, þú hefur heyrt um það að “Maður getur ekki fengið allt sem maður vill”? Já, allaveganna, það gæti líka verið “Maður vill ekki endilega allt sem maður heldur að maður vilji” eða ég er að reyna koma merkingunni á milli, að þú vilt hann á einn veg, en á hinnbogin þá virðist ekki neitt verulega hrifin af honum. Þetta er svipað og að þú myndir ákveða að kaupa þér hjól, hugsar þér endalaust hvað þú ætlar að hjóla mikið næstu daga og heldur að það verði æðislegt og munir njóta hverri stundar á því, en svo þegar þú færð sjálft hjólið, þá var það ekki nærrum því jafn æðislegt og þú hélst að það yrði.
Ættir kannski að hugsa út í það, ég er ekki að reyna að koma einhverri grillu í höfuðið á þér að þú ættir ekki að vera með honum, kannski verður þetta að góðu sambandi, og kannski ekki, það er enginn sem getur sagt eitthvað sem ætti að breyta því.
Ég sjálfur skil ekki afhverju fólk sækist eftir því að fá svör á síðum sem þessari, hugi er góður staður til að tjá sig, en ef maður vill ákveða eitthvað frá hjartanu, þá á maður að láta það sjá um valið, ekki einhvern aðila sem kemur málinu ekkert við, og sérstaklega þegar að hann er að ráðleggja þér að gera eitthvað sem þú myndir aldrei gera.
Ég held nú að þú getir alveg fílað gaur í botn, en samt sem áður færðu ekki fiðrildi, það er kannski aðeins öðruvísi, þá erum við að tala um manneskjur sem hafa þekkst lengi, og kynnst hvort öðru vel, og það er eins og ekkert sé eðlilegra en að kyssast, sem gerir það ótrúlegra en manni gæti nokkurn tímann dottið í hug.
Ég veit að þetta kemur umræðunni ekkert við, en samt, ef þú vilt samband, þá ættirðu aldrei að bíða eftir að hinn aðilinn taki frumkvæðið.. það skapar bara vandamál og hjartasár. EINA málið, er að ef þú vilt eitthvað, er að bíta á jaxlinn, og grípa næsta tækifæri sem gefst:)
Veistu.. ég held að ég skilji þetta að hluta til, þegar að þú veist að einhver manneskja er hrifin af þér, þá ferðu ósjálfrátt að spá í því hvernig það væri, ef þið mynduð gera eitthvað saman, og það getur skipt sköpum, en það þarf ekki að vera málið
Ef hann er virkilega það æðislegur, og hann dáist að þér, og vill virkilega gera þér gott, og ÞÚ ert hrifin af honum, þá ættuði að gera eitthvað í málinu, allt er betra en að lifa í efanum, og sjá svo lengi eftir því.
En hvað sem allir segja, þú getur tekið mark á fólki, tekið ráðleggingum, en það ert þú, og bara þú sem átt að taka ákvörðunina um hvort að það verðu eitthvað úr þessu eða ekki. Ef að þú fylgir ráðleggingum einhvers í einu og öllu, þá ertu ekki endilega að gera rétt, alls ekki.. kannski var þín fyrsta hugsun sú rétta, og þar sem þú ert nú sú sem að átt stærsta hlutan í málinu, þá ættirðu bara að gefa þér góðan tíma í að hugleiða eitt og annað, og kannski áttarðu þig á því að þú elskar hann miklu meira en þú hélst fyrst:)
Og eitt að lokum, ef þú byrjar með honum, en veist að þú ert að gera rangt.. þá þarftu að hugsa þinn gang, því að þú gerir ekkert, án þess að hugsa til hinna manneskjanna sem koma málinu við, og að þú munir ekki á endanum valda honum hjartasári.
Og já, enn eitt að lokum.
Getur hugsað þér það svona. Viltu vera án hans? Geturðu hugsað þér að vera án hans? Hugsarðu stanslaust um hann? Viltu hitta hann, einmitt núna? Líður þér vel hjá honum? Treystirðu honum? Og sem skiptir mestu máli, talarðu við hann af alvöru um þetta?
Þarft nú bara að vita eitt enn, og það er að það er nú bara júní, á þessum tíma eru það bara lirfur, en í framtíðinni verða þau að fallegum fiðrildum, og ég vona innilega að þú uppgötvir sjálf hversu falleg fiðrildi geta orðið:)
Kv, DoddiK, sem nýtur þess að tjá sig, en það þýðir ekki að það þurfi að taka mark á honum.