Það er strákur sem ég er óendanlega ástfangin af og hann veit að ég er hrifin af honum. Hann er ágætlega hrifin af mér, hefur allaveganna sýnt það en vandamálið er að hann var í sambandi sem endaði illa og veit ekki hvort hann gæti nokkurtíman verið í sambandi aftur, það er næstum ár síðan það samband hætti og hann er enn í molum. Tilhugsunin um að ég myndi ekki geta verið neitt meira en eiker fuckbuddy er hræðileg, því ég veit að ég gæti sýnt honum að lífið er ekki búið þótt eitt samband hafi endað hörmulega og ég myndi gefa allt sem ég hef til þess að eiga tækifæri á að verða hans. Er einhver leið sem ykkur dettur í hug, að ég gæti sýnt honum að það sé þess virði að prófa?
Svo er það annað sem flækir málin, vinkona mín er pínu skotin í honum og er í svolítilli fýlu út í mig afþví að þegar hún reyndi við hann sýndi hann ekki áhuga en svo þegar ég gerði það þá virkaði það nokkurn veginn. Hún hefur það á tilfinningunni að ég hafa stolið honum frá henni. Hann hefur sjálfur sagt mér að hún sé ekki hans týpa og hann vilja ekki vera neitt með henni en þorir ekki að segja henni það. Einhverjar hugmyndir hvernig ég get leyst þetta mál?